« Slæðubann í Frakklandi | Leiðréttingar rangmæla um skrif okkar Jóns Rafns um mál samkynhneigðra » |
Eftirfarandi grein sendi ég Fréttablaðinu 30. marz sl., en hún hefur ekki fengizt þar birt. Því er hún nú, 3 vikum síðar, sett á Kirkjunetið. – JVJ.
Það er rétt hjá Svandísi Svavarsdóttur (Fréttabl. 30/3), að “Reykjavík á að vera barnaborg”. Kjörið væri fyrir þennan upprennandi stjórnmálamann að byrja á því að beita sér gegn fósturdeyðingunum, sem á rúmum þremur áratugum hafa svipt um 11.000 hérlendar kynsystur hennar lífinu. Hefði Reykjavík ekki misst af þessum meybörnum og jafnmörgum sveinum til, væru þar sennilega a.m.k. 8.000 fleiri einstaklingar í aldursflokknum 0–30 ára, en ekki færri utan borgarinnar. Þetta var þjóðarauður, sem við fórum á mis við – m.a. vegna stefnu föður hennar, harðskeyttra samherja hans og pólitíkusa sem brugðust í þessu máli í öllum flokkum. Í staðinn höfum við hér fátæka austantjaldsmenn sem látnir eru sofa í skúrum eða á steingólfinu þar sem þeir vinna sína byggingarvinnu. Það er þó einungis forsmekkurinn af þeim vandræðum sem Vesturlandamenn eiga eftir að upplifa, þegar afleiðingar fólksfækkunarstefnunnar hitta þá sjálfa harðast fyrir í sívaxandi mæli á næstu fimm áratugum.
Vinstri jafnt sem hægri menn, sem áður fundu sinn blóraböggul í þeim ófæddu, ættu að huga að þessu, vilji þeir barnvæna borg og sjálfbæra þjóð í sjálfstæðu landi.
Ég hef samúð með hugmyndum Svandísar um gjaldfrjálsan leikskóla, en teldi heilbrigðara að fólk yrði látið borga nákvæmlega 10% kostnaðar (rúml. 9.000 krónur á barn á mánuði) til að varðveita kostnaðarvitund okkar – og þakkarskuld – í allri velferðinni. – En gleymum ekki okkar minnstu bræðrum og systrum!
Já, vissulega var þetta auður sem farist var á mis við og það er nöturlegt að mest af þessu er gert á svonefndum félagslegum forsendum. Ein afleiðing af þessum svonefndu ‘félagslegu’ aðgerðum er því sú að stuðla að öðru og hugsanlega stærra samfélagslegu vandamáli, nefnilega aðlögunarvanda þeirra sem fylla þurfa í skörðin, sem og þeirrar þjóðar sem taka þarf á móti hinum nýju íbúum svo sómi sé að. Jafnvel þó svo gera megi ráð fyrir að aðstæður þessara barna hefðu orðið lakari en gengur og gerist á meðal þeirra sem fengu að lifa.
Síðustu athugasemdir