« Átök kærleiksríkrar og kærleikssnauðrar þekkingar Jafnframt því sem andstæðingar kaþólsku kirkjunnar ásaka hana um aukna dánartíðni vegna eyðni, leiðir tölfræðin þveröfugar niðurstöður í ljós. »

08.03.07

  08:37:15, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 371 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd

Barnabarnabarn þekkts hörundslitaðs þræls, Dred Scotts, berst fyrir réttindum ófæddra barna til að binda enda á fósturdeyðingar

ST. LOUIS, 7. mars 2007 (LifeSiteNews.com) – Í marsmánuði 1856 dæmdi Hæstiréttur Bandaríkjana blökkumanninn og þrælinn Dred Scott óæðri mannveru. Í dag bendir barnabarnabarn hans, Lynne Jackson, á mál hans sem lýsandi vita vonar hvað áhrærir full mannréttindi allra borgara, án tillits til aldurs, líkamsstærðar eða sjálfsstæðis.

Þann 6. mars 1857 var ákveðið að Dred Scott og sérhver afkomandi hörundslitaðra afkomenda af Afrískum uppruna, hvort sem um þræl eða frjálsan mann væri að ræða, teldist ekki borgari í Bandaríkjunum með hliðsjón af Stjórnarskránni. Hörundslitaðir, kvað ákvæðið úr um „eru ekki borgarar í Bandaríkjunum, heldur óæðri mannverrur og með öllu óhæfir til að eiga samskipti við hvíta kynstofninn, bæði í samfélagslegu og pólitísku samhengi og njóta þannig ekki þeirra réttinda sem bæri hvítum mönnum.“ Þetta ákvæði var afnumið í 13 stjórnarskrárbreytingunni tæplega tíu árum síðar með afnámi þrælahalds árið 1865.

Þegar Jackson talaði á 150 ára aldarminningu Dred Scotts málsins við tímaritið Pathway, tímarit „the Missouri Baptist Convention,“ sagðist hún sjálf hafa verið viðstödd fósturdeyðingu.

Jackson sem er virk í baráttunni fyrir mannréttindum lýsti fóturdeyðingunni með eftirfarandi orðum: „Þið sjáið þetta fagra og elskuverðs barns taka á sig fljótandi mynd . . . Í reynd getið þið að sjálfsögðu ekki séð arma þess eða fótleggi lengur vegna þess að það hefur verið tætt í sundur í aðgerðinni. Nú horfið þið einungis á fljótandi mynd, í stað þess að hafa horft á barn mínútu áður.“

Og hún bætti við: „Og þetta er barn og lífið hefst við getnaðinn.“

Richard Land, forseti „Southern Baptist Ethics & Religious Liberty Commission,“ komst svo að orði við blaðamenn frá Baptistakirkjunni að lífsverndarsinnar ættu ekki að leggja árar í bát og hugfesta sér að árið 1856 „hafi fylgjendur þrælasölu í Bandaríkjunum verið ósigranlegt afl . . . en stuðningsmenn mannréttinda hefðu unnið fullnaðarsigur tæpum áratug síðar.“

3 athugasemdir

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Meðan ég var að þýða þessa grein heyrði ég þá frétt á Ruv 1 að búið væri að leggja Þróunarstofnun Íslands niður í núverandi mynd og framvegis yrði hún hluti utanríkssráðuneytisins og þáttur í utanríkisstefnu Íslands.

Fyrir skömmu lýsti fyrrverandi forstöðumaður hennar, Sighvatur Björgvinsson, því yfir að réttast væri að svipta Nikaragúa þróunaraðstoð vegna afstöðu Daniels Ortega til fósturdeyðinga, en hann er þeim andvígur eftir að hafa snúist til kristinnar trúar frá villu marx-lenínismans.

„Hann rekur réttar munaðarleysingjans og ekkjunnar og elskar útlendinginn, svo að hann gefur honum fæði og klæði“ (5M 10. 18), eða hvað?

En hvað áhrærir fréttina hér að ofan, þá munu mannréttindi ófæddra barna í Bandaríkjunum dragast enn frekar á langinn ef frú Clinton vinnur forsetakosningarnar vegna þess að rétt eins og eiginmaðurinn er hún ákafur stuðningsmaður fósturdeyðinga. Hvenær má vænta þess að þetta fólk losni úr herleiðingu Egyptanna? Guð einn veit það.

08.03.07 @ 08:51
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Takk fyrir þetta, Jón. Hið þekkta mál Dreds Scot er einmitt lýsandi dæmi um “færni” Hæstaréttar Bandaríkjanna í því að komast að kolvitlausri niðurstöðu; hefur því oft verið minnt á það í baráttunni gegn Roe vs. Wade-úrskurði þess sama Hæstaréttar árið 1973, þar sem ófædd börn voru svipt lífsrétti sínum og brautin rudd fyrir margföldun fósturdeyðinga.

08.03.07 @ 09:08
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Já, satt er þetta og rétt, Stórudómar mannanna eru aldrei góðir, hvorki í Bandaríkjunum eða á Íslandi. Siðblint ríkisvald leiðir þjóðirnar á helveg, eins og þegar þeir tóku upp á því að drekkja konum í pokum í Öxará (sem danskur kóngur tróð upp á íslensk stjórnvöld og kirkju). [1]

Á tuttugustu öldinni kom svo deyðing ungbarna samkvæmt „laganna bókstaf.“ Næst kemur röðin eflaust að skipulagðri útrýmingu aldraðra og sjúkra, eins og þegar er byrjað að gera í Sviss og Hollandi.

Þetta er eins og Frelsarinn sagði:

Þegar óhreinn andi fer út af manni, reikar hann um eyðihrjóstur og leitar hælis, en finnur ekki. Þá segir hann: ,Ég vil hverfa aftur í hús mitt, þaðan sem ég fór.’ Og er hann kemur og finnur það tómt, sópað og prýtt, fer hann og tekur með sér sjö aðra anda sér verri, og þeir fara inn og setjast þar að, og verður svo hlutur þess manns verri eftir en áður. Eins mun fara fyrir þessari vondu kynslóð“ (Mt 12. 43-45).

Þetta eru hin sjö „sakramenti“ veraldarhyggjunnar;

Fósturdeyðingar, kynlosti, getnaðarvarnir, hjónaskilnaðir, líknarmorð, róttækur feminismi kynþáttahaturs (à la mode Sanger) og tilraunastarfsemi með fósturvísa og limlesting þeirra.

SJÁ

Sannleikurinn er sagna verstur!

[1]. Skelfing held ég að mörgum gæskuríkum og trúuðum lúterönum hafi liðið illa að sjá hvernig siðaskiptinn runnu út í sandinn. Þeim hefði verið nær að lesa verk heil Katrínar frá Siena betur:

Katrín varð sannfærð um að ef kirkjan gengi í gegnum siðbót, þá gætu þjónar hennar endurleyst allan heiminn. En hvernig gat hún verið sannfærð um að þrátt fyrir allar mennskar hindranir væri kraftaverk siðbótarinnar hugsanlegt? Árið 1376 öðlaðist Katrín dýpri skilning á sundrungu kirkjunnar í bæninni. Svo virtist sem Jesús legði krossinn á herðar Katrínar og rétti henni olífuviðargrein í hendur og segði henni að boða kirkjunni eftirfarandi orð: „Ég færi yður gleðilegan boðskap.“ Boðskapur þessi veitti henni svo mikla gleði að allar hennar þjáningar, erfiði og bænir urðu harla léttvægar. Drottinn sýndi henni að í brunarústum kirkjunnar myndi hann leiða henni fyrir sjónir mátt upprisu sinnar með því að blása sínu eigin lífi í lemstraðan líkama kirkjunnar og glæða að nýju það flekkleysi brúðar sinnar sem hann hafði lagt lífið í sölurnar fyrir.
  
Jafnvel þó að hún sæi ástandið í kirkjunni fara „sífellt versnandi“ með valdasjúkri prestastétt sem þyrsti í auð og völd, hljómuðu orð Exultet í eyrum Katrínar: „Ó sæla sekt sem verðskuldaðir slíkan Endurlausnara.“ Í sjálfum syndum kirkjunnar kom hún auga á hina ósegjanlegu náðargjöf siðbótarinnar. Rétt eins og sekt heimsins varð til þess að Endurlausnari mannkynsins kom til jarðar því til líknar, draga syndir kirkjunnar þennan sama Endurlausnara til örbirgðar hennar. Og það er kraftur hans eins sem megnar að græða hana og endurreisa sem samfélag hinna snauðu og auðmjúku. Katrín tók að gera sér ljóst, að rétt eins og rósin birtist einungis á milli þyrnanna, öðlast kirkjan einungis græðslu í hreinleika með því að ganga í gegnum harmkvæli.

SJÁ HJARTA VERULEIKANS, 10 KAFLI

08.03.07 @ 09:59