« Hve margir eru kristnir menn á Íslandi? | Boëthius (480–524): vers úr ritinu Huggun heimspekinnar » |
Ég berst við eigin, innri kvöl,
finn allt mitt líf er Guði háð …
Hans líknarhönd, hans ljúfust náð
nú leiði mig og frelsi í bráð
frá því sem veit ég bitrast böl …
Já, lát mig treysta––og þekkja þig !
í þinni návist beygja knén …
að sálar minnar sár og ben
þú sjálfur læknir! Veik og klén
er heimsins gifta … Haltu í mig !
Og lyft mér enn til lífs með þér …
Já, lát hvern dag, hvern andardrátt
nú stefna að þér. Ég laut svo lágt …
en lengir eftir friði og sátt
við þig, sem einn beiðst eftir mér.
Gef líf mitt fái að þjóna því
sem þú gafst mér að hlynna að
í ást og trú. Ég treysti á það !
og trúr ég verð á mínum stað,
ef mig þín styrkir náð á ný …
––––––––––––
Ort 20. maí 1997, birt í Merki krossins, 1. hefti 2004, undir höfundarnafninu "Adeodoctus Catholicus (þ.e. Jón Valur Jensson)". Undir nefndu dulnefni hafði ég áður birt ljóð í Kaþólsku kirkjublaði og víðar.
Síðustu athugasemdir