« María mey frá GuadalupeFjölskyldubæn »

06.05.08

  14:49:47, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 122 orð  
Flokkur: Líf bænarinnar

Bænin - úr sjálfhyggjunni inn í leyndardóm Guðs

Sá sem byrjar að biðja er ennþá bundinn jarðneskum þörfum sinum og það er fyrir þeim sem hann biður.

Síðan tekur bænin smám saman að þróast innra með honum og breytist svo að hún verður að persónulegum fundi við Guð.

Þá beinir hann athyglinni frá skynheiminum og honum verður ljós tilvist annarra vídda raunveruleikans, djúp hins innra lífs með honum sjálfum, samhengi alls sem er og sköpunarmátturinn.

Líkamlegar stellingar í bæninni, spenntar greipar, upplyftar hendur, kropið á kné, allt ber þetta vott um að hann gefi sig Guði á vald í bæninni.

Bænin er skref út úr sjálfhyggjunni inn í leyndardóm Guðs.

No feedback yet