« Marxismi lífsins eða marxismi dauðamenningarinnar? – Hugleiðing í tilefni sextíu ára prestvígsluafmælis föður Paul Marx, O.S.B.Vefrit Karmels koma út í kiljum »

10.06.07

  08:08:49, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 119 orð  
Flokkur: Bænalífið

Bæn heil. Efraíms hins sýrlenska (306-373)

Ó heilaga Frú, Guðsmóðir, full náðar, þú sem ert dýrð eðlis okkar, farvegur allra gæða, Drottning alls sem stendur Heilagri Þrenningu næst; Meðalganga alls heimsins á eftir Meðalgangaranum. Þú, hin leyndardómsfulla brúður sem samtengir jörðina hinu himneska, lykilinn sem lýkur Paradís upp fyrir okkur. Fyrirbiðjandi okkar og Meðalgangari! Horfðu til trúar minnar, horfðu til brennandi guðrækni minnar og minnst máttar þíns og miskunnar. Móðir hins Eina sem er hin sanna miskunn og gæska. Umvef hjarta mitt í eymd þess með fyrirbænum þínum og gerðu mig þess verðan að dvelja Syni þínum til hægri handar. Amen.

No feedback yet