« „Er þá Kristi skipt í sundur?“ (1Kor 1. 13)Guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú í kirkju nútímans (9) »

24.02.07

  08:13:37, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 83 orð  
Flokkur: Bænalífið

Dagleg rósakransbæn fyrir mæðrum og ófæddum börnum!

Heil sért þú, María, full náðar, Drottinn er með þér, blessuð sért þú á meðal kvenna, og blessaður sé ávöxtur lífs þíns, Jesús. Heilaga María, Guðsmóðir! Bið þú fyrir oss syndugum mönnum, og sérstaklega fyrir þeim mæðrum og ófæddu börnum sem gangast undir fósturdeyðingar á næstu dögum. Úthell náð loga elsku þíns Flekklausa Hjarta yfir íslensku þjóðina og allt mannkynið, nú og á dauðastundu vorri. Amen.

4 athugasemdir

Athugasemd from: Sr. Denis O'Leary
Sr. Denis O'Leary

Þessi er falleg bæn og í anda Sr. Lamberts sem var oft að gera tilraunir að bæta við orð eða setning við Maríubæninni.

24.02.07 @ 22:25
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Já, ég var „lærisveinn“ hans árum saman eftir að hann kom til Íslands. Ekki í kot vísað þar sem hann var einn af virtustu Maríufræðingum (Mariologist) heimskirkjunnar.

Maríubænin hefur fylgt kirkjunni frá upphafi vega og er þannig í Markúsarhelgsiðum egypsku fornkirkjunnar. Kristnir menn skrifuðu hana á kalktöflur (ostrakonur) áður en talnabandið kom til sögunnar sem fundist hafa í miklum mæli í egypska eyðimerkursandinum. Maríubænin er sannarlega Jesúbæn Vesturkirkjunnar og afar kristlæg vegna þess að Jesús er þungamiðja hennar.

Eitt af „vandræðaorðum“ afsláttarguðfræði póst-móderniskrar guðfræði er orðið Satan. En Jesús varar okkur hvað eftir alvarlega við honum í guðspjöllunum.

Besta sönnunin fyrir tilvist Satans í nútímanum er sú staðreynd að EINN MILLJARÐUR ófæddra barna hafa verið myrt á s. l. tveimur áratugum.

Hvers vegna er svo mikilvægt að tengja bænina fyrir mæðrum og ófæddu börnum Maríubæninni?

Það er vegna þess að Biblían hefst og lýkur með baráttunni milli konunnar og barnsins og DREKANS MIKLA, EN NAFN HANS ER DAUÐINN (1M 3. 15, Opb 12 kafli):

Drekinn mikli (DAUÐINN) „ofsótti konuna, sem alið hafði sveinbarnið“ (12. 13).

María Guðsmóðir er fyrirmynd allra mæðra sem ól dýrasta ávöxt alheimsins: Jesú. Það var sökum þess að hún sagði þegar henni hafði verið gefin þessi dýrmætasta gjöf allra gjafa Guðs: „Verði mér eftir orðum þínum“ (Lk 1. 38).

Etir holdtekju sína helgaði Jesús allt mennskt líf. Þetta er grundvöllur KRISTINNAR MANNHELGI!

Sérhver móðir á að bregðast við eins og María þegar hún þiggur dýrmæta gjöf lífsins úr hendi Guðs í skauti sínu: „Verði mér eftir orðum þínum.“

Þetta heilaga flekkleysi ærir Satan og fylgisveina hans, boðbera veraldarhyggjunnar. Þetta segir Jóhannes guðspjallamaður okkur líka:

Og höggormurinn spjó vatni úr munni sér á eftir konunni eins og flóði“ (Opb 12. 15).

Hann og fylgisveinar hans gera sér fyllilega ljóst að sá sem missir sjónar af Móðurinni – Maríu – glatar fyrr en síðar einnig sjónar af Syni hennar: JESÚ!

Því allt þetta hatur. Því öll þessi mannvonska: DREPA DREPA OG DREPA!

Við skulum því biðja með Einari Sigurðssyni frá Heydölum:

Skapa hjarta hreint í mér,
til híbýlis er sómir þér,
saurgan allri síðan ver,
svo ég þér gáfur (dyggðir) færi.

Biðjum Guð um að engin móðir verði að „harðsoðnu eggi“ guðsafneitunar í suðupotti hinnar guðdómlegu ráðsályktunar. (Sjá færslu hér að ofan. Hann mun vel fyrir sjá!

Í leyndardómi hins himneska getnaðar bjó María Guðsmóðir við erfiðar félagslegar aðstæður, satt best að segja var útlitið hörmulegt sem blasti við sjónum. En allt fór á besta veg. Þetta var sökum þess að Gyðingar ólu upp öll sín börn og fósturdeyðingar með öllu óþekktar og fyrir þetta hæddust Rómverjar að þeim.

Sama gilti um kristna menn þar til Karl Marx og Lenín sýktu hugarfar þeirra með ófagnaðarerindi DAUÐAMENNINGARINNAR sem sannra þjóna myrkrahöfðingjans!

25.02.07 @ 10:15
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Ég sá það í Fréttablaðinu í dag að nú eru 159 ár liðin síðan Kommúnistaávarpið var gefið út í London. Vafalaust eru þetta dapurlegustu árin í sögu mannkynsins. Auk þess milljarðs ófæddra barna sem nautnahyggja (hedonismi) neysluþjóðfélaga nútímans hefur látið myrða köldu blóði, má telja þær 200 milljónir sem fallið hafa í valinn sökum sósíalfasismans í Sovétríkjunum sálugu (um 60 milljónir) og undir alræðisstjórn kommúnista í Kína.

Það er ágætt út af fyrir sig að bera því við að skortur sé á félagslegum úrræðum, en eins og Jón Valur bendir á eru það ekki fyrst og fremst fátækar fiskvinnslustúlkur úti á landi sem grípa til slíkra úrræða, heldur þær stéttir sem eru betur efnaðar.

Fósturdeyðingarnar eru fyrst og fremst andlegs eðlis vegna þess að hin mikla freisting Satans og það net sem hann leggur fyrir nútímamanninn er DAUÐAMENNINGIN. Þetta er freistingin mikla á tímum Antíkrists.

Hlustum á orð Jóhannesar Chrysostomos sem er hugleiðingin með guðspjalli dagsins í dag (25. febrúar):

Styrktur í freistingunum

„Leiddi Andinn hann um óbyggðina fjörutíu daga, en djöfullinn freistaði hans“ . . . Okkur til uppfræðslu gerð Jesús ýmislegt og gekk í gegnum það. Meðal annars lét hann leiða sig á þennan stað til að glíma við djöfulinn. Þetta gerði hann til þess að allir sem hafa verið skírðir verði ekki áhyggjufullir þó að þeir verði að horfast í augu við miklar freistingar eftir skírnina, líkt og slíkt sé eitthvað sem komi á óvart svo að þeir fái staðist, rétt eins og um eitthvað ofur eðlilegt sé að ræða. Já, þess vegna vopnvæddust þið, ekki til að sitja með hendur í skauti heldur til að berjast.

Ég bæti svo við orðum sjálfs Drottins:

Óttist þá því eigi. Ekkert er hulið, sem eigi verður opinbert, né leynt, er eigi verður kunnugt. Það sem ég segi yður í myrkri, skuluð þér tala í birtu, og það sem þér heyrið hvíslað í eyra, skuluð þér kunngjöra á þökum uppi. Hræðist ekki þá, sem líkamann deyða, en fá ekki deytt sálina. Hræðist heldur þann, sem megnar að tortíma bæði sálu og líkama í helvíti (Mt 10. 26-28).

En æ, hvers vegna að kunngjöra það á þökum uppi fyrir þeim sem hlusta ekki heyrandi og sjá ekki sjáandi nema það sem þeir vilja heyra og sjá. Þeir vilja ekki trúa OPINBERUN GUÐS og því fer sem fer.

25.02.07 @ 15:39
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Þessi orð Jesú eru mögnuð í styrk sínum og hvatningu. Og þakka þér þína predikun, Jón – predikun kalla ég þetta og það í sterkri og góðri merkingu þess orðs.

25.02.07 @ 21:12