« Hvað þýðir “kaþólskur”?Skipulögð barátta fyrir lífinu »

15.05.08

  20:27:57, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 177 orð  
Flokkur: Bænir

Bæn biskups - eftir heilögum Jóhannesi frá Damaskus

Drottinn,
þú hefur kallað mig
til að vera prestur og biskup,
til þess að þjóna börnum þínum.
Ég veit ekki, hvers vegna
þú hefur gert það í forsjón þinni.
Þú einn veist það.

Drottinn, ………

………
létt þú hina þungu byrði synda minna
sem hafa valdið því að ég hef brugðist.
Hreinsa anda minn og hjarta.
Leið mig á hinn rétta veg,
gakk á undan mér eins og logandi ljósker.

Opna munn minn
og veit mér gjöf orðsins.
Ljá þú tungu minni
mátt hins eldlega tungutals anda þíns,
svo að hún tali skýrt og greinilega um þig,
sem beinir augum þínum ávallt að mér.

Vert þú mér hirðir, Drottinn,
og hjálpa mér til að vera hirðir,
svo að hjarta mitt láti hvorki
leiðast afvega til hægri né vinstri.
Megi hinn góði andi þinn
leiða mig á rétta braut.
Megi gerðir mínar
vera í samræmi við vilja þinn,
allt til æviloka minna. Amen.

Heilagur Jóhannes frá Damaskus - dáinn um 750.

1 athugasemd

Aðalbjörn Leifsson

Hafðu þökk fyrir þessa bæn Séra Denis. Guð blessi þig, þína kirkju og þjónustu í Jesú nafni Amen.

16.05.08 @ 18:19