« Páfagarður ráðgerir að opna fréttaveitu á netinu | Benedikt páfi: Varlega verði farið við ógildingu hjónabanda » |
Ó, heilaga þrenning! Við þökkum þér að þú gafst kirkjunni Jóhannes Pál II páfa og fyrir það að þú lést mildi þíns föðurlega kærleika, dýrð kross Krists og ljómann af anda kærleikans skína í honum.
Hann fól sig algjörlega á vald ómælanlegri miskunnsemi þinni ásamt móðurlegri árnaðarbæn Maríu og gaf okkur með því lifandi mynd Jesú, hirðisins góða.
Hann setti okkur heilagleikann sem háan mælikvarða kristilegs hversdagslífs en það getur vísað okkur veginn til eilífs samfélags við þig.
Veit þú okkur náð þína fyrir árnaðarbæn hans, ef það er vilji þinn, og við biðjum þess vongóð að hann teljist brátt til þinna heilögu. Amen.
Kaþólska kirkjublaðið, apríl-maí 2011. bls. 2.