« Reykholtshátíð verður 21.-25. júlí | Krosshólaborg » |
Ein bæn Auðar djúpauðgu að vitni Ara prests f(róða)
„Kross geri ég yfir mér
sem Drottinn minn gerði yfir sér,
þá hann sté af jarðríki
upp til himnaríkis,
bak †, brjóst †, friðar †,
höfuð †, drottins míns,
svo ég sé hvorki fyrirlitin
né í svefni svikin,
ekki bráðum dauða tekin,
ekki vakandi villtur (villt).
Sonar guðs helgi †
leiði mig í himnaríki.
Amen.“
Heimild: Færsla Óskars Inga Ingasonar á vefslóðinni http://kirkjan.is/dalaprestakall/2010/06/baen-audar-djupaudgu/. Úr Þjóðsögum Jóns Þorkelssonar.
Þessi bæn er afar athyglisverð - hvernig sem hún annars á að hafa varðveist.