« Á þriðja tug krafna bárust áður en frestur rann út | Föstuboð kirkjunnar » |
Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Selfoss Eggert Valur Guðmundsson skrifaði grein í Sunnlenska fréttablaðið 20. febr. sl. og greindi frá mótmælum sínum gegn staðsetningu kirkjubyggingar Kaþólsku kirkjunnar en fyrirhugað er að hún rísi á Sýslumannstúninu svokallaða sem er við Austurveg á Selfossi.
Bæjarfulltrúinn skrifar m.a:
Undirritaður hefur mótmælt afgreiðslu málsins bæði á vettvangi bæjarráðs og bæjarstjórnar. Að sjálfsögðu eru þau mótmæli ekki tilkomin vegna þess að kaþólski söfnuðurinn með sína starfsemi sé ekki velkominn í Sveitarfélagið Árborg. Hins vegar hefur undirritaður áhyggjur af því að lóðin beri illa ofangreind mannvirki og þau umsvif sem þeim fylgja.
Sjá nánar á vef Sunnlenska fréttablaðsins: http://www.sunnlenska.is/adsent/11512.html