« Logi lifandi elsku eftir Jóhannes af Krossi kominn út á íslenskuRitningarlesturinn 10. nóvember 2006 »

10.11.06

  10:59:45, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1600 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Austurkirkjufeðurnir stóðu vörð um Páfadóminn

Upphafið er þetta. Fyrstur kom Pétur postuli:

Þú ert Pétur, kletturinn, og á þessum kletti mun ég byggja kirkju mína, og máttur heljar mun ekki á henni sigrast. Ég mun fá þér lykla himnaríkis, og hvað sem þú bindur á jörðu, mun bundið á himnum, og hvað sem þú leysir á jörðu, mun leyst á himnum." (Mt 20. 18-20).

Því næst kom: Heil. Linus (um 66-78).
Þar næst kom: Heil. Anacletus (um 79-91).
Næst Heil. Klement (um 91-109).

Síðan komu 260 aðrir og sá síðasti Benedikt páfi XVI. Hann er sá 264 sem skipar Sæti Péturs. Sannleikur málsins er sá að ef Austurkirkjan hyrfi frá villu sinni og horfði að nýju til hins heilaga Sætis, þá væri allur annar ágreiningur úr sögunni vegna þess að guðfræðin er ein og söm, trúarsetningarnar þær sömu, arfleifðin ein og söm. Því ætti Austurkirkjan að hverfa að nýju til kenninga hinna heilögu feðra. Horfum aðeins til hennar.

ALEXANDRÍA

Heil. Pétur, biskup í Alexandríu (306-311):
„Pétur, settur yfir postulana“ (Canon. ix).

Heil. Antóníus af Egyptalandi (330):
„Pétur, prins postulanna“ (Epist. xvii).

Heil. Aþanasíus (362):
„Róm er nefnd hásæti postulanna“ (Hist. Arian, ad Monach, 35.
„Höfðið, Pétur“ (In Ps. xv. 8, tom. iii,Migne).

Heil. Makaríus af Egyptalandi (371):
„Pétur, höfuðið“ (De Patientia, n.3).
„Pétur tók við af Móse sem fól honum í hendur hina nýju kirkju og sanna prestdóm“ (Hom. xxvi, 23).

Heil. Kýrillos af Alexandríu (um 424):
„Hann lét hann því ekki lengur heita Símon . . . Hann breytti nafni hans í Pétur sem er dregið af „petra“ (klettur) vegna þess að hann byggði á honum kirkju sína“ (Comm. in Joan).
„Þeir (postularnir) leituðust við að læra af honum, þeim fremsta, Pétri“ (Cyril, lb. 1. ix).

Eflogíus af Aleaxandríu (581):
„Frelsarinn sagði hvorki við Jóhannes eða hina lærisveinana: „Ég mun gefa þér lyklana að konungsríki himanna,“ heldur einungis við Pétur“ (Lib. ii. Cont. Novatian ap. Photium, Biblioth, cod 280).

ANTIOKKÍA

Þeodoret, biskup á Kýpur og í Sýrlandi (450), undir patríarkanum í Abtíokkíu:

„Því grátbið ég yðar heilagleika að hinn heilagi og blessaði biskup (Leó páfi) grípi til postullegs valds síns og bjóði mér að hraða mér á kirkjuþing yðar. Því að þetta heilaga Sæti (Róm) ríkir yfir kirkjunni um allan heim“ (Tom. iv. Epist. cxvi).

KONSTANTÍNÓPEL

Heil. Jóhannes Chrysostomos, patríarki (um 387):
„Sjálfur Pétur, höfuð og kóróna postulanna, fyrstur í kirkjunni, vinur Krists“ (Chrysostom, T. ii. Hom).

„Pétur, leiðtogi kórsins, munnur hinna postulanna og höfuð bræðralagsins, sá sem settur er yfir heimsbyggðina, hornsteinn kirkjunnar“ (Chrys. In illud hoc Scitote).

„Ef einhver segir: „Hvernig öðlaðist Jakob hásætið í Jerúsalem?“ svara ég þessu svo til að það var Pétur, uppfræðarinn, ekki þessa sætis, heldur sætis allrar heimsbyggðarinnar“ (Chrysostom, In Joan. Hom. 1xxxviii. n. 1, tom. viii).

Heil. Próklus, patríarki af Konstantínópel (432):
„Pétur, höfðuð postulanna og sá sem settur var yfir postulana . . . Hann fól þér að vera lyklaberann og hefur þú ekki lagt til hliðar klæði fiskimannsins?“ (Proclus, Or. viii In Dom. Transfig. t. ix. Galland)

Jóhannes Kassían, eyðimerkurfaðir (um 430):
„Þetta mikilmenni, lærisveinn lærisveinanna, meistari meðal meistaranna sem með stjórn Rómarkirkjunnar öðlaðist vald yfir trúnni og prestdóminu. Segðu okkur því Pétur, prins postulanna, og við biðjum þig að segja okkur hvernig kirkjan verður að trúa á Guð“ (Cassian, Contra Nestorium, III, 12, CSEL, vol. 17).

Heil. Nilus af Konstantínópel (448):
„Pétur, höfuð kórs postulanna“ (Nilus, Lib. ii Epistl.).

Makedóníus, patríarki af Konstantínópel (446-516):
Makedóníus lýsti því yfir þegar Anastasíus keisari vildi að hann fordæmdi kirkjuþingið í Kalsedon, að slíkt væri óhugsandi án samkirkjuþings undir forsæti páfans í Róm (Macedonius, Patr. Graec. 108: 360a (Theophan. Chronogr. pp. 234-346 seq.)

Jústinían keisari (520-533):
Í bréfi til páfa:
„Jafnframt því að auðsýna hinu postulega Sæti og yðar heilagleika lotningu eins og heiðra ber föður, höfum vér boðið að allir prestar Austursvæðisins virði vald yðar og séu sameinaðir Sæti yðar heilagleika. Vér heimilum ekki í minnstu efnum hvernig sem slíkt kann svo að birtast í óhlýðni, að yðar heilagleika sé ekki greint frá ástandinu innan kirkjunnar þar sem þér eruð höfuð heilagrar kirkju“ (Justinian Epist. ad. Pap. Joan. ii. Cod. Justin. lib. I. tit. 1).

Heil. Maxímos játarinn (um 650):
„Allt til endimarka jarðar og alls staðar meðal allra sem með hreinum og réttum hætti játa Drottin er horft til hinnar heilögu Rómarkirkju og játningar hennar og trúar, eins og til sólar óbrigðuls ljóss þar sem vænst er ljóma heilagra trúarsetninga feðranna til samræmis við hin innblásnu og heilögu ákvæða kirkjuþinganna“ (Maximus, Opuscula theologica et polemica, Migne, Patr. Graec. vol. 90)

Jóhannes VI, patríark af Konstantínópel (715):
„Páfinn í Róm, höfuð hins kristna prestsdóms sem Drottinn bauð að yrði staðfesta bræðranna í Pétri“ (John VI, Epist. ad Constantin. Pap. ad. Combefis, Auctuar. Bibl. P.P. Graec.tom. ii. p. 211, seq.)

Heil. Nikefórus, patríarki af Konstantínópel (758-828):
„Það eru þeir (páfar Rómar) sem falið hefur verið að annast helgiþjónustuna og þeim hefur verið falin sú virðingarstaða að vera höfuð postulanna“ (Nicephorus, Niceph. Cpl. pro. s. imag. c 25 [Mai N. Bibl. pp. ii. 30]).

Heil. Þeódór stúdíti af Konstantínópel (759-826):
Í bréfi til Leó páfa III
„Þar sem Drottinn okkar fól Pétri það embætti að vera höfuð hirðanna eftir að hafa falið honum á hendur lykla konungsríkis himnanna, þá ber að játa allt kirkjulegt vald hinnar kaþólsku kirkju í honum og eftirkomendum hans. Bjargið oss, ó guðdómlega höfuð, hirðir kirkjunnar“ (Theodore, Bk. I. Ep. 23).

JERÚSALEM

Heil. Kýrillos patríark af Jerúsalem (363):

„Því að Pétur var sá sem bar lykla himnaríkis“ (Cyril, Catechetical Lectures A.D. 350).

Heil. Sofróníus, patríarki af Jerúsalem (um 638):
„Hann uppfræðir okkur í öllum rétttrúnaði og upprætir alla trúvillu og hrekur frá bústöðum okkar heilögu kaþólsku kirkju. Og með þessum innblásnu ákvæðum og inntaki samþykki ég öll bréf hans (páfans) og uppfræðslu eins og þau komi beint af vörum Péturs, höfuðsins og kyssi þau og fagna þeim og umvef af öllum mínum sálarstyrk“ (Sophronius, Mansi, xi. 461).

Stefán, biskup í Dora í Palestínu (645):
„Það er sökum þessa sem vér biðjum stundum um að vatni sé úthellt yfir höfuð vor og tárabrunni á augu vor, stundum að oss séu gefnir vængir dúfunnar, eins og heilögum Davíð svo að vér getum flogið og kunngert Sætinu (Sæti Péturs í Róm) sem ríkir yfir og stjórnar öllum, það er yður, höfðinu og hinum æðsta, svo að unnt sé að græða meinin. Þetta er sú arfleifð sem lifað hefur frá fornum tímum og styrkt fá upphafi í krafti hins postullega valds . . . Og Sofróníus blessaðrar minningar, sem var patríarki hinnar heilögu borgar Krists, Guðs vors, en ég var biskup undir honum, ráðgaðist ekki við hold og blóð, heldur bar einungis það sem Krists var fyrir brjósti hvað áhrærir yðar heilagleika, og hann lét það ekki dragast að ég í óverðugleika mínum greindi postullegu Sæti yðar frá málinu, hornsteini heilagra trúarkenninga.“

KÝPUR

Heil. Epifaníus, erkibiskup af Salamis (385):
„Fyrstur postulanna, hinn óhagganlegi klettur sem kirkja Guðs er grundvölluð á og hlið heljar munu ekki ríkja yfir. Hlið heljar eru villutrúarmenn og villutrú. Því að með fullkomnum hætti var trúin staðfest í honum sem tók við lyklum himnaríkis, honum sem bindir á jörðu og bindur á himnum“ (Epiphanius, T. ii. in Anchor).

Sergíus, metrópolíti á Kýpur (649):
Hann skrifar til Þeodórs páfa:
„Ó, heilaga höfuð. Kristur, Drottinn okkar hafði fyrirhugað postullegu Sæti yðar að vera óhagganlegur stólpi trúarinnar. Því að þér eruð eins og hið guðdómlega Orð sagði sannarlega, Pétur, og á yður hefur stólpi kirkjunnar verið grundvallaður sem á hornsteini“ (Sergius Ep. ad Theod. lecta in Sess. ii. Concil. Lat. anno 649).

Meinsemd býsönsku kirkjunnar fólst í því pólitíska valdi sem keisaravald Austrómverska ríkisins greip iðulega til þegar það þvingaði kirkjuna til að beygja sig undir það í auðmýkt og hlýðni. Þegar klofningssinnarnir náðu undirtökunum í Austurkirkjunni 1054 leiddi það til klofningsins mikla. Þetta ruddi brautina fyrir Lúter sem fól þýskum smákóngum og furstum hið postullega vald á hendur og þar með glataði hann því þar sem hann virti ekki hlýðniskyldu náðargjafar stjórnunarvaldsins.

No feedback yet