« Hversu vel þekki ég sjálfan mig?KROSSFERILL »

20.02.07

  22:19:15, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 208 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur II

Ættartala

Sú saga er sögð um konu eina sem eyddi fimmtíu þúsund krónum til að fá ættartölu sína. Hún eyddi síðan öðrum fimmtíu þúsundum til að halda ættartölunni leyndri!

Ástæðan var sú að nokkrir forfeður hennar höfðu haft slæmt orð á sér og hún skammaðist sín fyrir þá.

Ef við hins vegar lesum upphafskafla Matteusarguðspjallsins, þar sem ættartala Jesú er rakin, sjáum við þrjár konur nafngreindar þar sem sérhver Gyðingur hefði skammast sín fyrir.
Fyrsta skal telja Batseba, sem syndgaði með Davíð konungi og leiddi skömm yfir konungborna afkomendur hans.
Önnur var Rahab sem var útlendingur og syndari.
Og sú þriðja var Rut sem var útlendingur (Gyðingar þeirra tíma var í nöp við útlendinga).

Matteus segir okkur að Jesús sé beinn afkomandi þessara kvenna. Guðspjallamaðurinn reynir ekki að leyna því. Hann virðist í raun hafa lagt sig í líma við að minnast á þessar þrjár konur. Þetta kennir okkur strax eitthvað um Jesúm. Hann blygðaðist sín ekki fyrir mannlegt ætterni sitt. Drottinn vor var ekki einungis vinur syndara og útlendinga - hann var skyldur þeim.

No feedback yet