« Rannsóknarnefnd óskar eftir upplýsingum | Pílagrímsferð til Maríulindar 11. júlí » |
Á vef Kaþólsku kirkjunnar, catholica.is er komið nýtt efni, þýðingar úr tímaritinu Love one another. Þar er efni um glasafrjóvganir og frásagnir tveggja kvenna sem losnuðu úr viðjum áfengis- og fíkniefna fyrir Guðs hjálp.
Þar er einnig grein um bróður André Bessette sem tekinn var í tölu heilagra 2010 og önnur um Scott Hahn, mótmælendaprest sem gerðist kaþólskur og er nú einn af fremstu núlifandi kaþólskum guðfræðingum Bandaríkjanna. Hahn kemur oft fram á kaþólsku sjónvarpsstöðinni EWTN og það er því áhugavert fyrir áhorfendur hennar að fá þessa innsýn í líf hans.
Þýðandi efnisins er Reynir K. Guðmundsson.