Flokkur: "Ásgeir Jónsson hagfr."

26.03.19

  00:41:00, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 75 orð  
Flokkur: Ásgeir Jónsson hagfr.

Af læsi á kaþólskum síðmiðöldum

... Læsi virðist einnig hafa verið mjög almennt meðal almennings undir lok katólskunnar hérlendis ef marka má bréf Péturs Palladíus Sjálands-biskups, aðalforkólfs siðaskiptanna í Danmörku, frá árinu 1546 sem segist hafa frétt það að flestir landsmenn geti lesið og skrifað á sínu eigin móðurmáli. [DI XI, nr. 400]. Verður það að teljast mjög góð umsögn um menntunarstig þjóðarinnar áður en lútersku frumherjarnir komu til sögunnar.

Ásgeir Jónsson hagfræðingur, úr inngangi hans að Ljóðmælum Jóns Arasonar biskups, Rvík, JPV-útgáfa, 2006, bls. 46.