« ……… að búa við villimennsku ………2. sunnudagur í föstu, textaröð A »

08.02.08

  19:53:00, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 269 orð  
Flokkur: Prédikanir

2. sunnudagur í föstu, textaröð C

Smásynd og dauðasynd

……… Á föstunni gerum við okkar besta til að uppfylla það sem Guð ætlast til af okkur. Hann biður okkur að taka sinnaskiptum og að snúa baki við syndinni. Og hann styrkir okkur til að svo megi verða.

Skilja má syndina sem móðgun við Guð. En syndin er ekki alltaf sama eðlis. Syndin er mismunandi eftir því hversu alvarleg hún er; hún getur verið dauðasynd eða smásynd.

Smásynd er ekki eins alvarleg og dauðasynd. Hún eyðir ekki lífi Guðs í sálinni en hún skaðar það.

Á hinn bóginn gjöreyðir dauðasyndin guðlegu lífi í sálinni með alvarlegu broti á Guðslögum. Til að hægt sé að tala um dauðasynd þurfa þrjú atriði að vera fyrir hendi.

*Fyrsta: Alvarlegt brot verður að felast í hugsun, orði eða athöfn.
*Annað: Viðkomandi verður að vera það fyrirfram ljóst að athöfn hans eða hugsun sé syndsamleg.
*Þriðja: Viðkomandi verður að vera algjörlega samþykkur hinni syndsamlegu athöfn.

Öllu þessu þrennu verður að vera til að dreifa til að hægt sé að tala um dauðasynd.

Sú synd er ekki til sem Guð getur ekki fyrirgefið, vegna þess að miskunn hans er takmarkalaus en fólk sem hafnar náð Guðs og velur syndugt líferni áfram útilokar sig frá endurlausn og ást Guðs.

Í öðrum ritningarlestri segir:
"Margir breyta eins og óvinir kross Krists. Afdrif þeirra eru glötun." ………

No feedback yet