« 2. sunnudagur í föstu, textaröð CGuð einn fyrirgefur syndir »

07.02.08

  21:19:17, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 296 orð  
Flokkur: Prédikanir

2. sunnudagur í föstu, textaröð A

Ummyndun Jesú

……… Pétur, Jakob og Jóhannes urðu þess heiðurs aðnjótandi að sjá Jesú ummyndast. Guð, Faðirinn, talar frá himnum og segir:

"Þessi er minn elskaði sonur,
sem ég hef velþóknun á.
Hlýðið á hann!"

Þessi orð föðurins sýna glögglega

hina einstöku stöðu Jesú. Jesús er sá sem mun leiða okkur á ferð okkar, ferðinni til Guðs, Föðurins á himnum.

Ummyndun Jesú minnir okkur á að við erum bæði líkamlegar og andlegar verur. Við höfum líkama og sál. Við höfum líkamlegt líf og við höfum andlegt líf. Í hraða nútímans er mjög auðvelt að gleyma hinu andlega lífi okkar og það er miður. Af þessari ástæðu höfum við föstuna. Jesús dvaldi einn í eyðimörkinni í fjörutíu daga. Á sama hátt verðum við að staldra við og íhuga samband okkar við Guð.

Ef við stundum ekki einhverja líkamlega þjálfun, verður líkami okkar slappur og máttvana. Við verðum að neyta hollrar fæðu og forðast það sem hefur slæm áhrif á líkamann.

Það sama gildir um sál okkar. Við verðum einnig að hugsa vel um hana. Fáum við nægilega andlega þjálfun? Forðumst við það sem skaðar sálina?

Heimurinn hefur upp á marga heilsusérfræðinga að bjóða. En Jesús er okkar andlegi sérfræðingur og við verðum að hlýða á hann, eins og Guð bauð okkur!

Við skulum nota föstutímann til þess að líta betur á hina andlegu heilsu okkar. Reynum, ef það er mögulegt, að meðtaka skriftasakramentið ………

No feedback yet