« Fyrsta áþreifanlega reynslan af Heilögum AndaÖrlítið um handleiðslu Heilags Anda »

16.02.06

  17:31:24, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 128 orð  
Flokkur: Persónulegir vitnisburðir

Annað lítið dæmi um árvekni Heilags Anda

Fyrir nokkrum vikum síðan gaf kærkominn vinur minn heiti sitt sem skemamunkur í ónefndu klaustri í Austurkirkjunni. Athöfnin fór vitaskuld fram á sunnudegi. Daginn áður, eða á laugardeginum, sendi ég honum heillaóskir í rafpósti. Allt í einu datt mér í hug að senda honum íslensku íkonuna af hl. Silúan frá Aþosfjalli sem viðhengi.

Á þriðjudagsmorguninn þegar ég opnaði aðsend rafpóstbréf beið mín eftirfarandi orðsending frá honum: Bróðir, Guð hefur opinberað þér mikla hluti. Þeir gáfu mér nafnið Silúan. Þetta varð honum til mikillar staðfestingar.

Það er huggunarríkt hvernig Drottinn og Heilagur Andi vaka yfir hjörðinni sinni á jörðu, nú á tímum framsóknar guðsafneitunarinnar, jafnvel í smæstu hlutum.

No feedback yet