« Níu rök gegn fóstureyðingumDrottinn! Forða okkur frá því að verða að skrópurum í Skóla lífsins »

30.03.06

  14:31:23, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 368 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Annað hvort stöndum við honum við hlið eða EKKI.

Guðspjall Jesú Krists þann 31. mars er úr Jóhannesarguðspjalli 7. 1-2, 10, 25-30

Eftir þetta fór Jesús um Galíleu. Hann vildi ekki fara um Júdeu, sökum þess að Gyðingar sátu um líf hans. Nú fór að hátíð Gyðinga, laufskálahátíðin . . . Þegar bræður hans voru farnir upp eftir til hátíðarinnar, fór hann samt líka upp eftir, ekki svo menn vissu, heldur nánast á laun . . . Þá sögðu nokkrir Jerúsalembúar: „Er þetta ekki sá, sem þeir sitja um að lífláta? Og nú er hann að tala á almannafæri, og þeir segja ekkert við hann. Skyldu nú höfðingjarnir hafa komist að raun um, að hann sé Kristur? Nei, vér vitum, hvaðan þessi maður er. Þegar Kristur kemur, veit enginn, hvaðan hann er.“ Jesús var að kenna í helgidóminum, og nú kallaði hann: „Bæði þekkið þér mig og vitið hvaðan ég er. Þó er ég ekki kominn af sjálfum mér. En sá er sannur, sem sendi mig, og hann þekkið þér ekki. Ég þekki hann, því ég er frá honum og hann sendi mig.“ Nú ætluðu þeir að grípa hann, en enginn lagði hendur á hann, því stund hans var enn ekki komin.

Hugleiðing
Við getum ekki látið þá kröfu sem Jesú gerir til okkar sem vind um eyru þjóta. Annað hvort stöndum við honum við hlið eða EKKI. Hér er ekki um neina málamiðlun að ræða eða að bera kápuna á báðum herðum. Við getum reynt að móta Jesú eftir eigin hugsmíðum og kenjum, eða þá meðtekið orð hans sem frelsa okkur úr viðjum fáfræði, heimskulegs stærilætis og tálsýna. Samþykkið þið allt það sem Jesús boðaði og gerði fyrir okkur í trú og af lotningu, eða horfið þið til þessa alls af vantrú og fyrirlitningu? Ákvörðun ykkar og afstaða hefur í för með sér afdrifaríkar afleiðingar bæði í þessu lífi og að eilífu.

No feedback yet