« Fúlt vin á lekum belgjumKrukkufórnir og barnamorð »

11.02.06

  17:27:47, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 160 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Andkristin viðhorf ríkjandi innan stjórnar Evrópubandalagsins

Toríno, Ítalíu, 10. Feb 2006 (Zenit.org). Hinir trúuðu hafa það iðulega á tilfinningunni að andkristinn minnihluti stjórni ráðum Evrópubandalagsins og yfirstjórn, kemst biskup einn að orði.

„Jæja, ef til vill höfum við lagt sjálf eitthvað af mörkum með andvaraleysi okkar,“ skrifaði aðalritari ungverska biskuparáðsins, András Veres, biskup í yfirlýsingu til SIR, fréttaþjónustu ítölsku biskupsumdæmanna.

Þegar Veres aðstoðarbiskupinn í Eger, leit yfir farinn veg einu og hálfu ári eftir að Ungverjaland gekk í bandalagið, gerði hann þá athugasemd „að fjöldi þeirra sem orðið hefðu fyrir vonbrigðum færi vaxandi.“

Hann lagði einnig áherslu á skort á „andlega sinnuðu bandalagi sem gæti glætt almenn siðagildi hjá Evrópubúum,“ og bætti því við að „bandalag án allra siðagilda væri hvorki unnt að byggja upp eða viðhalda.

ZE060211024/JRJ.

No feedback yet