« Kaþólska fréttasjáin: Vikan 11. júní til 17. júní 2006Kaþólska fréttasjáin: Vikan 4. júní til 10. júní 2006 »

12.06.06

  07:02:02, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 375 orð  
Flokkur: Hin heilaga arfleifð

Áminning hl. Ágústínusar (354-430) til vantrúarmanna

„Þeir munu Guð sjá“

Við viljum sjá Guð, við leitum hans og þráum ákaft að sjá hann. Hver er það sem þráir þetta ekki? En takið eftir því sem guðspjallið segir: „Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.“ Gerið það sem nauðsynlegt er til að sjá hann. Ef við líkjum þessu við eitthvað úr raunheiminum, hvernig getur þú þráð að íhuga sólina ef auga þitt er sjúkt? Ef augu þín eru heilbrigð veitir birta hennar þér mikla gleði, en ef þau eru sjúk veldur þetta þér sársauka. Þér mun vissulega ekki gefast að sjá það í óhreinleika hjartans sem sést einungis í hreinu hjarta. Þér verður vísað frá og úr fjarlægð muntu ekki sjá.

Hversu iðulega blessaði Drottinn ekki fólkið? Hvaða ástæðu tilgreindi hann sem býr eilífri sælu að baki, hvaða góðverk, hvaða náðargjafir, hvaða verðskuldun, hvaða endurgjald? Ekkert annað sæluboðanna segir: „Þeir munu Guð sjá.“ Þetta er það sem hin greina frá: „Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnaríki; ; sælir eru hógværir, því að þeir munu jörðina erfa; sælir eru sorgbitnir, því að þeir munu huggaðir verða; sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir heilagleikanum, því að þeir munu saddir verða. Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða.“ Ekkert þeirra segir því: Þeir munu Guð sjá.“

Þeim sem eru hjartahreinir er gefið fyrirheit um að sjá Guð. Þetta er ekki að ástæðulausu vegna þess að þau augu sem sjá Guð eru augu hjartans. Þetta eru þau augu sem Páll postuli vék að þegar hann sagði: „Ég bið hann að upplýsa sálarsjón yðar“ (Ef 1. 18). Sökum þess að þessi augu eru sjúk á núverandi tímaskeiði upplýsast þau í trú. Síðar munu þau njóta guðdómlegs ásæis vegna þess að þau hafa styrkst . . . „Nú sjáum vér sem í skuggsjá, í ráðgátu, en þá munum vér sjá auglitis til auglitis“ (1 Kor 3. 12). ( Hugleiðing 53).

SJÁ VEFRIT KARMELS: RITNINGARLESTUR DAGSINS

4 athugasemdir

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Einhver, sem fór ekki að reglum okkar og kallar sig ‘butcer’, skrifaði hér hranalega athugasemd (með blótsyrðum o.fl.), sem ég fjarlægði, en geymi. Þeir, sem leggja hér inn orð, eru beðnir að fara að þeim tilmælum að gefa upp fullt nafn og gæta velsæmis í orðbragði, því að þetta er skilyrði fyrir öllum athugasemdum hér.

15.06.06 @ 09:15
Athugasemd from: Butcer
Butcer

[…]

30.06.06 @ 14:40
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Athugasemd frá ‘Butcher’ var fjarlægð þar sem ekki var farið að tilmælum um að gefa upp nafn.

30.06.06 @ 15:49
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Aftur fjarlægði ég tvo örstutta pósta frá sama aðila, í þetta sinn lausa við að vera dónalega, en hvorugur snerti efni síðunnar og því engin þörf fyrir þá hér, enda nafn ekki gefið upp.

30.06.06 @ 20:44