« Skipulögð barátta fyrir lífinuVér trúum að messan ……… »

13.05.08

  19:53:32, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 234 orð  
Flokkur: Lífsvernd

Alvarlegar afleiðingar tilbúinna getnaðarvarna

KAFLI ÚR HUMANAE VITAE
UM MANNLEGT LÍF
Heimsbréf hans heilagleika Páls páfa VI, 1968.

http://lifsvernd.com/mariukirkja/humanevitae.html

"……… 17. Ábyrgir menn munu verða langtum sannfærðari um sannleika kenningarinnar, sem kirkjan heldur á lofti í þessu máli, ef þeir íhuga afleiðingar þeirra aðferða og áforma þegar náttúrulegar aðferðir eru ekki notaðar til að koma í veg fyrir fjölgun fæðinga. Þeir skulu fyrst íhuga hve auðveldlega sú leið getur boðið heim hættunni á hjúskaparbroti og hnignun siðferðis. Það þarf ekki að búa yfir mikilli reynslu til að skynja að fullu mannlegan veikleika og skilja að menn - og þá sérstaklega þeir yngri sem eru opnir fyrir freistingum - þurfa á hvatningu að halda til að halda í heiðri siðferðislögmálið og að það er beinlínis syndsamlegt að auðvelda þeim að brjóta lögmálið. Annað er það sem gefur tilefni til að vera á varðbergi. Sá maður, sem venst því að nota getnaðarvarnir á það á hættu að virðing hans fyrir konunni minnki. Með því hættir hann að virða líkamlega og andlega velferð konunnar og í hans augum verður hún einungis tæki til að fullnægja þörfum hans. Hún verður ekki lengur sá lífsförunautur sem hann á að umvefja umhyggju og ástúð. ………"

No feedback yet