« Jóhannes biskup Gijsen látinnBrúna skapúlarið »

25.03.13

  07:33:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 5076 orð  
Flokkur: Philumena

Hið alhelga Altarissakramenti

Þessi fyrirlestur var haldinn á vegum Starfs- og leikmannaskóla Þjóðkirkjunnar fyrir ekki svo löngu síðan

Kæru bræður og systur í Kristi,

Við erum hér saman komin til að skiptast á skoðunum og  miðla hvort öðru af trúarsannfæringu okkar og þekkingu. Fyrir hönd Kaþólsku kirkjunnar var mér falin sú óvænta ábyrgð að fjalla um og rekja sögulega slóð og skilgreiningu hins alhelga Altarissakramenti í ljósi kenninga Krists, postulanna og erfikenninga kaþólsku kirkjunnar, sem eiga sér frumgrundvöll í skráðum kenningum kirkjufeðranna. Upphaflega var ráðgert að sr. Jakob Rolland annaðist þennan fyrirlestur, en vegna skyndilegra og alvarlegra veikinda hans var mér falið fyrir 2 dögum síðan að gerast staðgengill hans.

Þrátt fyrir stuttan undirbúningstíma mun ég leitast við eftir bestu vitund að gera þessu undraverða og undursamlega máttarverki Guðs verðug skil. Ég segi máttarverki, því hið alhelga Altarissakramenti á sér vart sinn líka í heimi kraftaverka Guðs. Það sem hér um ræðir er í raun hið lifandi hjarta Jesú Krists, -raunveruleg viðvera Hans í kaþólskri kirkju, líkami Hans, blóð, sál og guðdómleiki, --yfirnáttúruleg opinberun í myndum gjörbreytts brauðs og víns. Altarissakramentið er megininntak kaþólskrar Messu. Í Messunni er Guði færð heilög fórn í öllum kaþólskum kirkjum. Sú fórn er sýnileg gjöf, sem við færum Guði til þess að vegsama Hann, Drottinn allra hluta. Fórnin, eins og hún er skilgreind af kaþólskum kennimönnum á grundvelli nýja testamentisins og erfikenningu kirkjunnar, er Kristur sjálfur, sem með fórnardauða sínum fórnaði sjálfum sér himneskum Föður sínum fyrir okkur. Heilög messufórn er þannig ein og sama krossfórnin, því að í bæði skiptin er það Kristur, sem fórnar og er fórnað. En aðferðin er ekki hin sama. Kristur dó í raun og veru á krossinum; en Hann deyr ekki í heilagri Messu, heldur endurfórnar hann þar, vor vegna, sínum himneska Föður krossdauða sínum á undursamlegan hátt. Fórnin sem Kristur færði  í árdaga kristni á Golgata á föstudeginum langa, var sjáanleg öllum og var "blóðug fórn," Kristur úthellti blóði sínu fyrir syndaaflausn okkar og menn sáu blóðið streyma úr naglaförum Hans og menn sáu krossfestinguna eiga sér stað.  Í kaþólskri messu hins vegar er fórn Krists ósýnileg og óblóðug þar sem hann er raunverulega viðstaddur í gjörbreyttu formi brauðs og víns.  Þetta alhelga Altarissakramenti, eins og það er skilgreint á grundvelli postulanna og kenninga þeirra í frumkirkjunni, var formlega stofnað á skírdag við síðustu kvöldmáltíðina er Kristur tók brauðið, gjörði þakkir, braut það, gaf þeim og sagði: "Þetta

er líkami minn, sem fyrir yður er gefinn; gjörið þetta í mína minningu" eða minnist dauða míns er þið gjörið þetta, þ.e.a.s. á þeirri stundu er gjörbreytingin á sér stað og hinir trúuðu meðtaka hold Hans og blóð í formi brauðs og víns. Og á sama hátt tók hann eftir kvöldmáltíðina bikarinn og mælti: "Þessi bikar er hinn nýi sáttmáli í mínu blóði, sem fyrir yður er úthellt."  (Lúkas 22:19-24)


    Eins og Biblían rennir stoðum undir trúðu menn því jafnvel, fyrir formlega stofnun hins alhelga Altarissakramentis, að Kristur gæti breytt brauði og víni í líkama sinn og blóð.  Ekkert var hinum trúuðu Kristi ómögulegt því hann var í þeirra hugum bæði Guð og maður.  Í  Jóhannesarbréfi kemur berlega í ljós að margir þeirra sem skildu orð Krists réttilega og bókstaflega höfnuðu boðskap Hans um að eta hold Hans og drekka blóð Hans á þeirri forsendu að slíkt teldist til mannæta svo jafnvel lærisveinar hans hneyksluðust, yfirgáfu hann og spurðu: "Þunger þessi ræða hver getur hlustað á hana?"  Í Jóhannesarguðspjalli segir Kristur: "Sannlega, sannlega segi ég yður sá sem trúir, hefir eilíft líf.  Ég er brauð lífsins.  Feður yðar átu 'manna' í eyðimörkinni og dóu.  Þetta er brauðið, sem kemur niður af himni, til þess að maður neyti af því og deyi ekki.  Ég er hið lifandi brauð, sem kom niður af himni; ef nokkur etur af þessu brauði, mun hann lifa til eilífðar; og það brauð, sem ég mun gefa, er hold mitt heiminum til lífs."  (Jóhannesarguðspjall 6:47-52) Ef postularnir og áhangendur Krists, sem ekki yfirgáfu Hann við þessa yfirlýsingu þ.e.a.s. tóku Hann á orðinu, trúðu og báðu Hann að gefa sér þetta brauð, Jh 6:34, þá gerir Kaþólsk kirkja, sem byggir kenningar sínar á grundvallarkenningum frumkirkjunnar, það einnig. Frumkirkjan gekk ekki burt frá Kristi þótt orð Hans væru þung eða tormelt mannlegum skilningi.


      Þessi ummæli Krists, að hann gæfi líkama sinn og blóð í formi brauðs og víns heiminum til frelsunar, þ.e.a.s. þeim sem því tryðu, olli, eins og áður segir, miklum deilum meðal Gyðinganna. Eins og Heilög Ritning skýrir frá: "Þá þráttuðu Gyðingar sín á milli og sögðu: "Hvernig getur Hann gefið oss hold sitt að eta?" Til frekari áhersluauka um réttmæti og sannmæli hinna beru orða Jesú, sem þeir skildu reyndar réttilega eins og þau voru töluð, en var ofviða að játast,-- jafnvel lærisveinum Hans, sem hefði sannarlega ekki verið það ofviða hefðu þeir skilið orð Hans sem líkingarmynd.En í ljósi þess að hér var ekki um líkingarmynd að ræða, samkvæmt túlkun postulanna og arftaka þeirra, kaþólsku kirkjunnar, þá  dró Jesús ekki í land og kallaði á þá aftur til frekari skýringa á myndmáli sínu, heldur mælti Hann til frekari áhersluauka:  "Sannlega, sannlega segi ég yður ef þér etið ekki hold manns-sonarins og drekkið ekki blóð hans, hafið þér ekki líf í yður.  Sá sem etur hold mitt og drekkur blóð mitt, hefir eilíft líf,og ég mun upp vekja hann á efsta degi; því að hold mitter sönn fæða og blóð mitter sannur drykkur.  Sá, sem etur hold mitt og drekkur blóð mitt, sá er í mér og ég í honum.  Eins og hinn lifandi Faðir sendi mig, og ég lifi fyrir Föðurinn, eins mun sá lifa fyrir mig, sem mig etur."  (Jóhannesarguðspjall 6:52-59)  Þetta sagði Kristur er hann var að kenna í samkunduhúsinu í Kapernaum.  Þetta er sú harða ræða, sem mörgum þótti tormelt og vilja fremur skilja sem táknmynd, en Kristur, sem las hjörtu þeirra, lét ekki deigan síga, heldur spurði enn frekar um trú þeirra á mátt Hans: "Hvað þá, ef þér sjáið manns-soninn stíga upp þangað, sem hann áður var?"  Með öðrum orðum væri upprisan eitthvað skiljanlegri mannlegri vitund?


     Síðan ítrekar Kristur það og áréttar að hver sá sem velkist í vantrú á máttarverk Hans skuli biðja í einlægni til Föðurins að öðlast trú, því einsog Hann áminnir. "Enginn getur komið til mín nema honum sé það gefið af Föðurnum."  (Jóhannesar guðspjall. 6:65)  Af ofangreindri skilgreiningu má öðlast skilning á því hversvegna hið alhelga Altarissakramenti er hinn sanni fjársjóður kaþólskrar kirkju, og hversvegna kaþólskir beygja kné sín frammi fyrir því í guðslíkamahúsinu, sem hefur að geyma líkama og blóð, sál og guðdómleika Jesú Krists í formi brauðs og víns.  


Á dögum Krists, sem og í dag, var þetta trúaratriði mörgum ofviða, menn gátu ekki fórnað sínu mannlega hyggjuviti á altari trúarinnar, þeir voru ekki börn Abrahams í skilyrðislausri trú á forsjá Guðs hversu sem hún svo hugnaðist þeim, heldur trúðu og treystu fremur á eigið hyggjuvit og mannasetningar takmarkaðar af hlutveruleika eigin skynjana og skynfæra líkt og hinir vantrúuðu Gyðingar sem snéru sér burt frá Frelsaranum um leið og þeir forviða spurðu:  "Hvernig getur þessi maður gefið oss hold sitt að eta?" Jh. 6:52 Jesús, hinsvegar, lætur ekki deigan síga, en kveður enn fastar að þeirri yfirlýsingu sinni að hér um raunverulegt hold og blóð Hans að ræða. Orðrétt segir Hann til áhersluauka: "Hold mitt er sönn fæða og blóð mitt er sannur drykkur." Jh 6:55.


Er fylgjendum Jesú tók að fækka til muna við þennan boðskap Hans, þá sneri Hann sér að lokum að lærisveinum sínum og spurði: "Ætlið þér að fara líka?" Símon Pétur, sem smurður hafði verið til forustu af Kristi sjálfum, sem hið væntanlega höfuð kirkjunnar, verður því fyrir svörum og talar fyrir munn þeirra allra: "Herra, til hvers ættum vér að fara?  Þú hefir orð eilífs lífs og vér höfum trúað og vitum, að þú ert hinn heilagi Guðs."  (Jóhannesar guðspjall. 6:66-70) Þau orð, sem Pétur hér skírskotar til, eru einmitt þau orð sem kaþólskir prestar endurtaka og hafa yfir brauðinu og víninu við gjörbreytingu í heilagri Messu. Krafturinn sem leysist úr læðingi við endurtekningu þessara orða Jesú, sem Hann viðhafði við síðustu kvöldmáltíðina, gjörbreytir efninu samkvæmt kenningu kaþólsku kirkjunnar og er því frá Guði sjálfum kominn. Handbendi Guðs við gjörbreytinguna er því presturinn, arftaki Jesú Krists í anda Melkisedeks, "Þú ert prestur að eilífu að hætti Melkisedeks."  (Sálm 109) Þannig telja kennimenn kaþólsku kirkjunnar að spádómur  Malakíasar spámanns rætist: "Frá sólarupprás allt til niðurgöngu hennar mun nafn mitt mikið verða  meðal þjóðanna, og allstaðar er fórnað  nafni mínu til heiðurs og hrein matfórn framreidd." (Mal. 1:11) Tilgangurinn með Messufórninni er að heiðra hinn himneska Föður og að veita hinum trúuðu ávöxt hinnar miklu fórnar Jesú á krossinum. Heilög kaþólsk messufórn er því í einu fullkomin fórn lofgjörðar, þakkar, friðþægingar og bænar. Kaþólskir færa Guði einum heilaga messufórn, þótt þeir minnist einnig dýrlinga Hans, sem kirkjan hefur úrskurðað að séu örugglega í návist Guðs á himnum vegna þeirra verðleika er þeir auðsýndu á jörðu niðri í kærleika til Guðs og manna.


Er við hyggjum að skilyrðislausri undirgefni Péturs og hinna postulanna, er kannski rétt að minnast aðeins á einn félaga þeirra, Júdas Símonarson Ískaríot, sem sveik Krist einmitt á sömu forsendu og þeir sem gengu burt og trúðu ekki á hið stórbrotna máttarverk sem gjörbreytingin felur í sér. Það má t.d. ráða af því að hann varð vitni að og þátttakandi í síðustu kvöldmáltíðinni. En þar sem hann meðtók líkama og blóð Krists óverðuglega af sviksömu hjarta, en ekki í náðarástandi, þá gagnaðist honum ekki sú náð, sem meðtaka hins alhelga Altarissakramentis veitir, heldur meðtók hann Altarissakramentið sjálfum sér til dóms og svipti sig lífi.  Því ólíkt Pétri, sem einnig brást Frelsara sínum á ögurstundu en iðraðist, þá gat Júdas ekki iðrast í formyrkvuðu hjarta sínu, því hann trúði ekki á skilyrðislausan kærleika Guðs, sem fyrirgefur iðrandi syndara líkt og Kristur á Krossinum, heldur örvinglaðist og tók sitt eigið líf. Ummæli Krists að meðal hinna 12 væri einn "djöfull" má því skilja sem svo að sá sem ánetjast hinu veraldlega valdi, t.d. peninga, eigi sér í raun annan guð heldur en Guð Abraham, Ísaks og Jakobs, sem krefst þeirrar skilyrðislausrar trúar og trausts, sem sannast íkærleiksverkum og athöfnum. (Jóhannesar. guðspjall. 6:70:71)


    Ef við skoðum þessi málsatvik eilítið nánar og í samhengi við hið alhelga Altarissakramenti, þá liggur í hlutarins eðli að Júdasi hafi ekki litist sem best á þessa náðargjöf Krists, Hið alhelga Altarissakramenti, því hann mun hafa séð fram á og varð reyndar vitni að, að það fældi fjöldann allan af áhangendum Jesú í burtu.  Og þar sem hann var fjárhaldsmaðurinn, þá sá hann fram á að fé það sem þeim áskotnaðist við frjáls framlög myndi rýrna til muna við hið fyrirsjáanlega mikla fráfall áhangenda, sem blasti við.  Það má því gera sér í hugarlund að Júdas hafi af þeim sökum farið að efast um guðlegt eðli Krists fyrst hann var svona lélegur markaðssetjari að sjá þennan fjárhagslega skaða ekki fyrir. Ágirnd hans, sem hann lét stjórnast af, varð því til þess að hin innri ásjóna Júdasar blindaðist og hann hætti að sjá Krist sem hinn fyrirheitna Messías og því var honum í lófa lagið að telja sér trú um að sér væri óhætt að ofurselja Jesúm fyrir þrjátíu silfurpeninga.  En þegar Júdasi varð ljóst að Kristur innsiglaði sannindi sín með dauða sínum, eins og spáð hafði verið fyrir um í Gamla Testamentinu, þá gerði hann sér grein fyrir að Kristur var í raun og sannleika Guðssonurinn, hinn fyrirheitni Messías og vildi því skila peningunum.  En ólíkt Pétri öðlaðist hann aldrei þá náð að skilja og trúa því að Guð er ekki hefnigjarn Guð, heldur góður og ástríkur Guð sem tekur "iðrandi" syndara opnum örmum eins og fyrstu orð Krists bera vott um er hann kom fram opinberlega sem Hinn fyrirheitni Messías og æðsti prestur: "iðrist, gerið yfirbót, því Guðs ríki er í nánd." (Mattheus. 4:17)  Þessum orðum Krists hlýða kaþólskir einnig skilyrðislaust er þeir ganga til skrifta, fara í andlega sturtu, eins og það er stundum kallað,áðuren þeir meðtaka hið alhelga Altarissakramenti þ.e.a.s. hafi þeir framið alvarlega synd, því engin kaþólikki vill meðtaka Altarissakramentið sér til dóms líkt og Júdas.


Í því sambandi vil ég einnig nota tækifærið hér til að árétta þann algenga misskilning, sem oft ríkir meðal manna utan kaþólsku kirkjunnar, að það er ekki presturinn sem fyrirgefur í skriftasakramentinu, heldur sjálfur Kristur, sem ávallt er viðstaddur skriftir og horfir inn í hjarta mannsins og skannar hvort syndajátningin sé einlæg, svo fyrirgefning geti átt sér stað. Því eins og segir í Postulasögunni: "Það skuluð þér vita bræður, að yður er fyrir Hann boðuð fyrirgefning syndanna, Og að sérhver er trúir, réttlætist í honum af öllu því, er lögmál Móse gat ekki réttlætt yður af. Gætið þess, að eigi komi það fyrir yður, sem sagt er hjá spámönnunum: 'Sjáið þér spottarar, undrist, og verðið að engu, því að verk vinn ég á dögum yðar, verk, sem þér alls ekki munduð trúa, þótt einhver segði yður frá því.'" Postulasagan 13:38-39 ( "Sannlega segi ég yður: hvað sem þér bindið á jörðu mun bundið á himni, og hvað sem þér leysið á jörðu, mun leyst á himni." Matt 18:18)


Staðgenglar Krists á jörðu eru í frumkirkjunni postularnir, því eins og Kristur áréttar, er postularnir spurðu hversvegna hann talaði í dæmisögum? "Yður er gefið að þekkja leyndardóma himnaríkis, hinum er það ekki gefið." Mattheus 13:11 með öðrum orðum postulunum var gefið að túlka og miðla hinum torskilda boðskap Hans, sem mönnum oft ekki hugnaðist og hefðu gjarnan í sjálfhverfu sinni viljað túlka á annan veg. Boðskapurinn og túlkanir á orðum Krists hljóta því ávallt að eiga að vera í samræmi við túlkun postulanna um aldur og ævi. Sá boðskapur, sem postulunum var gert að boða og þær túlkanir orða Krists, sem Hann sjálfur trúði þeim fyrir, varðveittust fyrir tilstilli rita Kirkjufeðranna, sem skráðu boðskap og túlkanir postulanna fyrstu tæp fjögur hundruð árin, meðan engin Biblía var til í heild. Þessar skrásetningar voru varðveittar í kaþólskri kirkju og kallast erfikenningar og til þeirra vísa kenningar kaþólskrar kirkju jafnt sem til Heilagrar ritningar.


Til að forðast  misskilnings á túlkun kenninga kirkjunnar varðandi hold og blóð Jesú í hinu alhelga Altarissakramenti, misskilnings sem ég hef orðið vör við að gætir hjá sumum, þá vil ég árétta að hold og blóð Krists, sem hér um ræðir, á ekkert skylt við efnafræðilegt hold og blóð í almennum skilningi eins og það kemur mönnum fyrir sjónir, þótt það sé jafn raunverulegt samt sem áður, því það er af andlegum toga spunnið og því blæðir ekki úr hóstíunni þótt hún sé brotin. Jesús meinti það sem hann sagði að mönnum bæri að eta hold hans og blóð. Þótt ekki sé um beint mannát að ræða í þeirri merkingu sem við myndum leggja í mannát kannibala, þá er hold og blóð Krists í hóstíunni samt Hans raunverulega hold og blóð, --í því felst einmitt leyndardómur trúarinnar, Mysterium Fidei, sem  reynir á æðsta veldi trúar hvers og eins. Hér er um að ræða andlegan veruleika, leyndardóm Guðs, sem okkur er ætlað að trúa án áþreifanlegrar vissu, en um það snýst einmitt trúin. Ef veraldleg sönnunargildi væru fyrir hendi, þá væri það ekki lengur trú. Með trú á hið alhelga Altarissakramenti, í skilningi postulanna og kaþólskrar kirkju, reynir á trú mannsins til hins ýtrasta á þetta æðsta hjálpargagn Krists, ávöxt krossins. Sú bjargfasta trú, sem maðurinn getur óskað eftir að öðlast, gefur Guð einn. Hann gerir mönnum kleift að trúa á það sem skynseminni virðist ómögulegt að ná tökum á.

Að lokum vil ég vitna í orð Páls postula, sem áminnir alla kristna menn að

að neyta ekki þessa brauðs og víns óverðuglega, því að sá hinn sami "verður sekur við líkama og blóð Drottins. Hver maður prófi því sjálfan sig, og síðan eti hann af brauðinu og drekki af bikarnum.  Því að sá sem etur og drekkur, hann etur og drekkur sjálfum sér til dóms, ef hann gjörir ekki greinamun á líkamanum" þ.e.a.s. líkama Krists.  1. Korintubréf 11:27-31  Ef um venjulegt brauð hefði verið að ræða, sem kristnir menn reyndar komu saman til þess að neyta við borðhald í frumkristni, hvernig gætu þeir þá etið sjálfum sér til dóms?  Enda hefst þessi málsgrein heilags Páls í Biblíunni einmitt með tilvitnun til síðustu kvöldmáltíðarinnar til þess að taka af allan vafa um að hér var ekki um að ræða hinar reglubundnu kvöldmáltíðir, sem kristnir menn komu saman til að neyta, heldur er hér um að ræða hið heilaga Altarissakramenti, sem Páll postuli var uppfræddur um af hinum upprisna Kristi sjálfum er Hann birtist honum, að því er hann sjálfur segir í sömu ritningagrein.


Kirkja Krists þarf stöðugt að vera á varðbergi ekki síst innan sinna eigin vébanda, þar sem hin fallna náttúra í mannlegu eðli knýr stöðugt á og verður trúnni oft  yfirsterkari. Því er ekki vanþörf á að efla stöðugt  siðbót innan ramma kirkjunnar manna eins og margoft hefur sannast í kaþólskri kirkju, sem og í öðrum kirkjusöfnuðum, í aldanna rás. Og í þeim efnum er hið alhelga Altarissakramenti ein sterkasta vörnin, en jafnframt ein sú áhættumesta, þar sem, samkvæmt boðskap Jesú, menn geta átt á hættu að verða sekir við líkama og blóð Drottins, ef þeir eru ekki í náðarástandi er þeir meðtaka hið alhelga Altarissakramenti, eins og Páll postuli áminnir. Minnugir orða Páls postula "En þótt jafnvel vér eða engill frá himni færi að boða yður annað fagnaðarefni en það, sem vér höfum boðað yður, þá sé hann bölvaður." (glataður)  (Galatabréf 1:8-9) Þessi áminningarorð hafa sjálfsagt verið síðasta biskupi kaþólsku kirkjunnar fyrir siðaskiptin, Jóni Arasyni og sonum hans, ofarlega í huga er trúfesta þeirra við kenningar Krists og postulanna varðandi hið alhelga Altarissakramenti voru í veði samkvæmt kennimönnum kirkju þeirra, því samkvæmt hinni nýju trúarkenningu var Altarissakramentið túlkað sem táknmynd um líkama Jesú eingöngu. Fyrir Jóni arasyni og sonum hans var hið alhelga Altarissakramenti náðarmeðal frelsunar. Minnugir orða Jesú létu þeir því sjálfviljugir lífið fyrir trú sína á orð Hans að "Hver sem etur af þessu brauði mun lifa að eilífu" Jh 6:51 "Ef þér etið ekki hold Mannssonarins og drekkið ekki blóð Hans, hafið þér ekki lífið í yður." Jh. 6:53

 

Orð Jesú varðandi svokallaða gjörbreytingu eru sannarlega lítt skiljanleg mannlegum mætti og gætum við því í þeim efnum tekið undir orð Tertúllíans kirkjuföður, sem lýsti því yfir að trú hans væri grundvölluð á hinu ómögulega þ.e.a.s. því sem mannlegum skilningi væri ofviða eða  "Ég trúi af því það er ómögulegt." Hinsvegar þegar litið er til líffræðinnar og höfð er hliðsjón af starfsemi mannslíkamans,  þá má í vissum skilningi greina nokkurskonar hliðstæðu við gjörbreytinguna, þótt hún sé ekki algjör, en það er sú gjörbreyting sem á sér stað í holdinu er við neytum og meltum mat. Sá matur sem við neytum, hvort sem um er að ræða fisk, kjöt, grænmeti eða kökur, breytist í hold okkar og blóð án þess að við getum skynjað það með augunum. Hví skyldi Guð sjálfur, sem skapaði slíka gjörbreytingu með sköpun líkamsstarfseminnar, ekki geta gjörbreytt brauði í hold sitt og blóð, þótt við sjáum það ekki með berum augum?


     Að lokum vil ég tæpa aðeins á andmælum sem oftast heyrast beitt gegn Altarissakramentinu, sem raunverulegri óblóðugri fórn, en þau eru að Kristur hafi dáið og fórnað sér í eitt skipti fyrir öll á krossinum, en sá hængur er á að þegar Kristur boðaði hið alhelga Sakramenti, þá bað hann að það yrði framvegis gert í minningu um sig sem þýðir áframhaldandi fórn hans þótt óblóðug sé, því hér er um andlegan og yfirnáttúrulegan líkama Krists að ræða.  (Lúkas 22:19).  Enda áminnir Páll postuli í 1. Korintubréfi "því aðsvo oft sem þér etið þetta brauð og drekkið af bikarnum, boðið þér dauða Drottins, þangað til hann kemur." 1. Korintubréf. 11:26-27)

Að lokum er ekki úr vegi að slá á léttari strengi og geta til gamans að sumir vantrúa gárungar hafa hent gaman að því hvað Guð okkar væri lítill að komast fyrir í einni hóstíu, en því er til að svara að líkt og sálin tekur ekkert pláss, þá tekur hinn upprisni líkami Krists heldur ekkert pláss og getur því verið viðstaddur í jafnvel minnstu ögn af gjörbreyttu brauði.

Ég vona svo að þessi miðlun mín á kenningu kaþólsku kirkjunnar og forsendum hennar fyrir skilningi og túlkun hennar varðandi hið alhelga Altarissakramenti hafi a.m.k. að einhverju leyti skerpt skilning kristinna bræðra okkar og systra á afstöðu hennar og trúariðkun og að við, á grundvelli kærleika til Krists, getum rætt þessa afstöðu frekar á í krafti umburðarlyndis eins og í góðri fjölskyldu þar sem fjölskyldumeðlimir eru ekki alltaf á einu máli en virða samt og umbera skoðanir og trú hvers annars.

Ég þakka góða áheyrn.           ------------------------------------------------------------


Ein af ástæðunum fyrir þeirri fullvissu að ummæli Jesú skírskotuðu til raunverulegs holds og blóðs Jesú Krists, þótt í formi brauðs og víns væru, rekja sumir nútíma fræðimenn til þess að Jesús beitti svo lýsandi orðalagi um að eta að það tók af allan vafa, nefnilega, orðið "trogo" sem þýðir að tyggja og naga fremur en orðtakið "phago," sem þýðir að borða. Orðtakið "trogo" er aðeins notað á tveim öðrum stöðum í Biblíunni í Matt 24:38 og Jh. 13:18. Eins er því varið með orðið "sarx" sem þýðir hold, Hann notar ekki orðið "soma" sem þýðir líkami. Sarx er ávallt notað annarsstaðar í Biblíunni um hold. Sjá t.d. Jh 1:13,14; 3:8:15;17:2; Matt. 16:17; 19:5; 24:22; 26:41; Mark 10:8; 13:20; 14:38; Lk 3:6; 24:39Kirkjufeður

Til kirkjufeðra teljast allir þeir sem skrásettu erfikenningar eða þær hefðir og túlkanir sem postularnir kenndu í anda Krists í frumkirkjunni. Nafnbótin kirkjufaðir var tileinkuð þeim mönnum sem lifðu frá því á tímum postulanna og fram á 4. öld. Þeir höfðu náin tengsl við kirkjunnar menn og skráðu trúarsetningar og helgisiði undir umsjón biskupa og Páfa. Einnig varð líf þeirra að einkennast af helgum lifnaðarháttum til þess að þeir væru verðugir að bera titilinn kirkjufaðir. Meðal kirkjufeðra töldust t.d. Heilagur Clements frá Róm d. 97, Hl. Ignatius frá Antioch (50-107) Hl. Polycarp (69-155), Hl. Ambrosius frá Mílanó (d. 397), Hl. Ágústínus (d. 430), Hl. Jerome (d. 420) (Hann þýddi Heilaga Ritningu úr Aramósku og Grísku yfir á Latínu, sú Biblía nefnist Latin Vulgate og liggur til grundvallar Kaþólskri Biblíu), Hl. Gregory frá Nazianzen (d390), Hl Basil hinn mikli (d. 379), bróðir hans Gregory frá Nyssa (d.394), Hl. Jón Chrysostom (d. 407) og Hl. Athanasius (d. 373)

Allir kirkjufeðurnir kenndu og skrásettu sömu túlkun og sama skilning á hinu alhelga Altarissakramenti og postularnir varðandi raunverulega viðveru Jesú Krists í mynd brauðs og víns í hinu alhelga Altarissakramenti. Sú túlkun og sá  sami skilningur á hinu alhelga Altarissakramenti er hluti af erfikenningu kaþólsku kirkjunnar allt frá stofnun hennar og því tilbiðja kaþólskir með dýpstu lotningu Jesú Krist í hinu alhelga Altarissakramenti --beygja kné sín, krjúpa, þakka Honum fyrir Hans óendanlega kærleika og biðja með öruggu trausti um náð Hans. Vald til að gjörbreyta gekk í frumkirkjunni frá postulunum til allra þeirra, sem kenndu í samræmi við kenningar  þeirra og túlkanir og taldir voru verðugir til að gerast boðberar Krists og svo koll af kolli innan kaþólsku kirkjunnar allt fram á þennan dag.

Í lotningarskyni við hið heilaga Altarissakramenti og eilífa tilbeiðslu hefur kaþólska kirkjan stofnsett dýridag, hátíð Jesú Hjarta.

Eftirfarandi eru fáein ummæli þeirra manna frumkirkjunnar, sem í anda postulanna tóku afstöðu með þeim og gengu heldur ekki burt frá Jesú við boðun viðveru Hans í formi brauðs og víns, í hinu alhelga Altarissakramenti.

Hér er ekki um að ræða fræðilega framsetningu af minni hálfu hvað snertir tilvísanir, heldur aðeins ábendingar um heimildir, sem allir geta sannreynt í frumtextum og nýtt sér eftir þörfum. Hér er aðeins um að ræða persónulegt samsafn mitt, og  framsetning textans ýmist á ensku eða á íslensku eftir því sem verkast vildi of fyrir hendi var í fórum mínum.

"Will you also go away?" Jn 6:67

But first let us look at what Paul wrote to the Corinthians: "therefore whoever eats the bread or drinks the cup of the Lord unworthilywill have to answer for the body and blood of the Lord….For anyone who eats and drinks without discerning the body, eats and drinks judgment on himself." (1Cor. 11:27,29). "To answer for the body and blood" of someone meant to be guilty of a crime as serious as homicide. How could eating merebread and wine unworthily be so serious? Paul's comment makes sense only if the bread and wine became the real body and blood of Christ.

Indeed, we might ask, would it not be absurd to say that a man would incur eternal damnation by merely eating a piece of bread or drinking a few drops of wine?

Ignatius of Antioch, who had been a disciple of the apostle John and who wrote an epistle to the Smyrnaeans about A.D. 110, said, referring to "those who hold heterodox opinions," that "they abstain from the Eucharist and from prayer, because they do not confess that the Eucharist is the flesh of our Savior Jesus Christ, flesh which suffered for our sins and which the Father, in his goodness, raised up again." (cf. 6:2;7:1)

St. Iranaeus 140-202 A.D. : "Again, giving counsel to His disciples to offer to God the first-fruits from among His creatures, not as if He needed them, but so that they themselves might be neither unfruitful nor ungrateful, He took from among creation that which is bread, and gave thanks, saying, 'This is my Body.' The cup likewise, which is from among the creation to which we belong, He confessed to be His blood.

He taught the new sacrifice of the new covenant, of which Malachias, one of the twelve prophets, had signified beforehand: 'You do not do my will,' says the Lord Almighty, 'and I will not accept a sacrifice at your hands. For from the rising of the sun to its setting My name is glorified among the gentiles, and in every place incense is offered to My name, and a pure sacrifice; for great is my name among the gentiles,' says the Lord Almighty. By these words He makes it plain that the former people will cease to make offerings to God; but that in every place sacrifice will be offered to Him, and indeed, a pure one; for His name is glorified among the gentiles."

"But what consistency is there in those who hold that the bread over which thanks have been given is the Body of their Lord, and the cup His Blood, if they do not acknowledge that He is the Son of the Creator of the world, that is, His word, through whom the wood bears fruit, and the fountains gush forth, and the earth gives first the blade, then the ear, then the full grain on the ear? How can they say that the flesh which has been nourished by the Body of the Lord and by His Blood gives way to corruption and does not partake of life? Let them either change their opinion, or else stop offering the things mentioned.

For thanksgiving is consistent with our opinion; and the Eucharist confirms our opinion. For we offer to Him those things which are His, declaring in a fit manner the gift and the acceptance of flesh and spirit. For as the bread from the earth, receiving the invocation of God, is no longer common bread but the Eucharist, consisting of two elements, earthly and heavenly, so also our bodies, when they receive the Eucharist, are no longer corruptible but have the hope of resurrection into eternity."

"If the Lord were from other than the Father, how could He rightly take bread, which is of the same creation as our own, and confess it to be His Body, and affirm that the mixture in the cup is His Blood?"

About 150 A.D. Justin Martyr, called by many the first apologist, wrote, "Not as common bread or common drink do we receive these; but since Jesus Christ our Savior was made incarnate by the word of God and had both flesh and blood for our salvation, so too, as we have been taught, the food which has been made into Eucharist by the Eucharistic prayer set down by him, and by the change of which our blood and flesh is nourished, is both flesh and blood of that incarnated Jesus." (First Apology 66:1-20)

Origen, in a homily written about A.D. 244, attested to belief in the Real Presence. "I wish to admonish you with examples from your religion. You are accustomed to take part in the divine mysteries, so you know how, when you have received the body of the Lord, you reverently exercise every care lest a particle of it fall and lest anything of the consecrated gift perish. You account yourselves guilty, and rightly do you so believe, if any of it be lost through negligence." (Homilies on Exodus 13:3)

Cyril of Jerusalem, in a catechetical lecture presented in the middle of the fourth century, said: "Do not, therefore regard the bread and wine as simply that, for they are, according to the Master's declaration, the body and blood of Christ. Even though the senses suggest to you the other, let faith make you firm. Do not judge in this matter by taste, but be fully assured by faith, not doubting that you have been deemed worthy of the body and blood of Christ." (Catechetical Discourses: Mystagogic 4,22:9)

In the fifth-century homily, Theodore of Mopsuestia seemed to be speaking to today's adherents to the one's who walked away from Christ: "when Christ gave the bread he did not say, "This is the symbol of my body,' but, "This is my blood,' for he wanted us to look upon the Eucharistic elements after their reception of grace and the coming of the Holy Spirit not according to their nature, but to receive them as they are, the body and blood of our Lord." (Catechetical Homilies 5:1)

St. Ignatius, Bishop of Smyrna, who lived in the first century, wrote as follows to the faithful of that city: "Because the heretics refuse to acknowledge that the Holy Eucharist contains the same flesh which suffered for our sins and was raised again to life by God the Father, they die a miserable death and perish without hope."

Tertullian says: "Our flesh is nourished with the Body and Blood of Jesus Christ so that our souls are filled with God Himself."

St. John Chrysostom asks "Who will give us of His flesh that we may be filled?"

Cyrillus hinn helgi í Jerúsalem (dáinn árið 386) kemst svo að orði: "Fyrst Jesús segir sjálfur: 'þetta er líkami minn,' hver getur þá efast um, að það sé satt? Og fyrst Hann segir skýrt og skorinort: "Þetta er mitt blóð," hver getur þá efast um og haldið, að þetta sé ef til vill ekki blóð Hans? Hann breytti forðum vatni í vín, hversvegna skyldum við þá ekki trúa orðum Hans, er Hann segir, að nú ætli Hann að breyta víni í blóð sitt?" (Kaþólsk Fræði)
No feedback yet