« Ég gerði nokkuð!Móðir Teresa og Múhameðstrúarmaðurinn »

17.03.08

  13:02:19, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 217 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur II

Alltaf að bíða eftir okkur

Einkasonur móður sinnar, sem var ekkja, hafði lagt leið sína úr foreldrahúsinu. Áður en hann fór hafði hann sagt: „Nú fer ég og leita hamingjunnar, mamma mín. Þá kem ég heim aftur.“

En nú voru níu ár liðin og engar fregnir hafa borist af syninum, sem fór að heiman.

Það hefur verið ófrávíkjanlegt, að hægt hefur verið að sjá konu nokkra mæta í hvert sinn sem járnbrautarlest kom, síðustu níu árin. Þessi kona er móðirin. Hún stendur alltaf á brautarpallinum og bíður. Þegar járnbrautarlestin nemur staðar, flýtir móðirin sér að skyggnast inn í klefana, horfir á þá sem fara úr lestinni með athygli og tautar:
„Ætli hann sé nú ekki með lestinni í dag?“
En það reynist svo, að hann sé ekki með. Þá hristir hún höfuðið og hvíslar dapurlega:
„Hvenær skyldi hann koma, blessaður drengurinn?“

Hún starir á eftir járnbrautarlestinni, þangað til hún er komin úr augsýn. Þá gengur hún hægt heim til sín. Næsta dag endurtekur þetta sig og þannig mun hún halda áfram.

Það er aldrei of seint að snúa aftur til Guðs, því hann er alltaf að bíða eftir okkur.

No feedback yet