« Jesús lifir. Hann er með okkur. | Föstudagurinn langi » |
512. Trúarjátningin nefnir ekkert annað í lífi Krists en leyndardóma holdtekjunnar (getnað og fæðingu) og páskaleyndardóminn (píslargönguna, krossfestinguna, dauðann, greftrunina, niðurstigninguna til heljar, upprisuna og uppstigninguna). Hún segir ekkert skýrum orðum um leyndardóma leynds lífs Jesú eða opinbert líf hans en trúaratriðin um holdtekjuna og píslargönguna varpa ljósi á allt líf hans á jörðu. “Allt sem Jesús gjörði og kenndi frá upphafi, allt til þess dags er hann… varð upp numinn”, ber að sjá í ljósi leyndardóma jóla og páska.
Hérna er að finna Tkk.
http://mariu.kirkju.net/trufraedslurit/index.html