« Biskup þarf að ná sáttum við meinta þolendurSumarmót "Mariapoli" Focolare samtakanna 20.-23. júní »

02.11.13

  15:52:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 188 orð  
Flokkur: Fasta og yfirbót, Altarissakramentið, Kenning kirkjunnar

Allra sálna messa - eigum við að biðja fyrir framliðnum?

„Biblían kennir að það sé rétt og hjálpsamlegt að biðja fyrir þeim sem dánir eru. Sálir þeirra sem deyja í náð Guðs en eiga eftir að hreinsast af syndum sínum dvelja um hríð í hreinsunareldi.

1032. Þessi kenning er einnig byggð á þeirri iðju að biðja fyrir hinum látnu sem þegar er minnst á í Heilagri Ritningu: “Þess vegna lét [Júdas Makkabea] færa sáttarfórn fyrir hina látnu til að þeir leystust frá syndum sínum.” Frá fyrstu tímum hefur kirkjan heiðrað minningu hinna látnu og borið fram fyrirbænir fyrir þá, umfram allt í fórn evkaristíunnar, til að þannig hreinsaðir öðlist þeir hina sælu sýn á Guði. Kirkjan mælir einnig með ölmusugjöfum, afláti, og yfirbótarverkum til bóta fyrir hina látnu: Við skulum hjálpa og minnast þeirra. Ef synir Jobs voru hreinsaðir vegna brennifórnar föður þeirra, hvers vegna ættum við þá að efa að fórnfæring okkar fyrir hinum látnu færi þeim ekki neina huggun? Við skulum ekki hika við að hjálpa þeim sem hafa dáið og bera fram bænir okkar fyrir þá.“

Samantekt úr Kaþólska kirkjublaðinu 18. árg. 11. tbl. bls. 2 og 16. Málsgreinin merkt 1032 er grein úr Trúfræðsluriti Kaþólsku kirkjunnar.

Sjá einnig þennan pistil.

2 athugasemdir

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Góður pistill, Ragnar. Hér má líka minna á annan ritningartexta, II. Makkabeabók 15,14 (og verið að fjalla þar um Makkabeatímann, rúmum fjórum öldum eftir að Jeremía spámaður gekk um hér á jörð):

„Maður þessi, sem ann bræðrum sínum og biður stöðugt fyrir þjóðinni og borginni helgu, er Jeremía, spámaður Guðs.“

Hér feitletraði ég það, sem mestu skipti: vitnisburðinn um, að beðið er fyrir okkur á himnum. Því er einnig eðlilegt, að við biðjum Maríu mey að biðja fyrir okkur og þann árnaðarmann líka sem við eigum í Jesú Kristi, manni og Guði.

En textinn mikilvægi, sem vitnað er til í pistli þínum, er í II. Makkabeabók 12.45: “Auk þess leit hann [göfugmennið Júdas Makkabeus] svo á að dýrleg umbun biði þeirra sem sofna í trú. Heilög og fróm hugsun er það. Þess vegna lét hann færa sáttarfórn fyrir hina látnu til að þeir leystust frá syndum sínum.”

04.11.13 @ 00:36
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Takk fyrir innlitið og fróðlega athugasemd Jón!

04.11.13 @ 06:13