« 33C - Að leita að hinum sönnu verðmætumDýridagur »

04.11.10

  10:32:33, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 531 orð  
Flokkur: Prédikanir

Allra heilagra messa - 1. nóvember

((( Með hliðsjón af Tkk sérstaklega 1716 - 1723 )))

Allra heilagra messa (1. nóvember) og allra sálna messa (2. nóvember) minnir okkur á að við trúum á samfélag allra hinna trúuðu í Kristi,
• þeirra, sem eru pílagrímar í þessum heimi,
• hinna látnu, sem eru að hreinsast af syndum sínum, og
• hinna heilögu, sem á himnum eru. Allar sálir þessar mynda eina kirkju.

Einnig trúum við að í þessu samfélagi hlusti Guð og dýrlingar hans í miskunn og kærleika, ætíð á bænir okkar.

Í guðspjalli dagsins (1. nóvember) lesum við um Sæluboðin.
Sæluboðin eru kjarninn í prédikun Jesú. Þau taka upp fyrriheitin sem gefin voru hinum útvalda lýð eftir daga Abrahams. Sæluboðin uppfylla fyrirheitin með því að þau hafa ekki lengur jarðneskt landnám til að stefna að heldur himnaríki.

• Sæluboðin draga upp mynd af ásjónu Jesú Krists og lýsa kærleika hans.
• Sæluboðin varpa ljósi á störf og viðhorf sem einkenna kristilegt líferni.
• Sæluboðin eru hin þversagnarkenndu fyrirheit sem viðhalda voninni við þrengingar.
• Sæluboðin hófust í lífi Maríu meyjar og allra dýrlinganna á himnum.

Öll viljum við lifa hamingjusamlega og Jesús veit það!
Sæluboðin gefa svar við hinni náttúrulegu löngun að njóta hamingju. Þessi löngun á sér guðlegan uppruna: Guð hefur sett hana í hjarta mannsins til að draga hann til sín því hann einn getur uppfyllt hana.

Öll viljum við lifa hamingjusamlega; það er enginn í öllu mannkyni sem væri ekki samþykkur slíkri staðhæfingu jafnvel áður en henni er að fullu komið á framfæri.

Sæluboðin gera kunn markmið mannlegrar tilveru, hið endanlega takmark mannlegra athafna: Guð kallar okkur til sinnar eigin sælu. Þessari köllun er beint persónulega til hvers manns, en einnig til kirkjunnar í heild sinni.

Nýja testamentið notar ýmis orðatiltæki til að auðkenna þá sælu sem Guð kallar manninn til:
- Himnaríki er í nánd;
- Að sjá Guð: "Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá;
- Að ganga inn í fögnuð Drottins;
- Að ganga inn til hvíldar Guðs: Þar munum við hvíla og sjá, við munum sjá og elska, við munum elska og lofsyngja.

Við skulum ekki gleyma því að Guð setti okkur í heiminn til að þekkja, elska og þjóna sér (ekkert annað) og komast þannig til paradísar.

John Henry Newman kardínáli, (sem Benedikt XVI páfi tók upp í tölu blessaðra í september 2010) skrifaði einu sinni:
“Allir lúta frammi fyrir auðsæld. Ríkidómur er það sem mannfjöldinn hyllir ósjálfrátt. Hann mælir hamingjuna eftir ríkidómi; og með ríkidómi mælir hann virðinguna…. Þessi hollusta er afleiðing djúpstæðrar trúar… að með ríkidómi geti maðurinn gert allt.
Ríkidómur er einn af hjáguðum dagsins og annar hjáguð er að vera alræmdur…. Að vera alræmdur, eða vera umtalaður í heiminum, - það má kalla það "fjölmiðlafrægð" - er nú álitið mjög gott í sjálfu sér og grundvöllur tignunar.”

Kæru bræður og systur, Sæluboðin biðja okkur, í dag, að hreinsa hjarta okkar af slæmum hvötum og leita umfram allt kærleika Guðs. Þau kennir okkur að sanna hamingju er ekki að finna í auði eða velferð, hvorki í mannlegum orðstír né valdi eða í neinu mannlegu verki
- sama hversu gagnlegt það kann að vera - eins og vísindum, tækni og list og heldur ekki í neinni sköpun, heldur í Guði einum sem er uppspretta alls sem er gott og alls kærleika.

No feedback yet