« 3. sunnudagur í föstu, textaröð AFrans Xaver »

23.02.08

  08:59:06, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 361 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

Allar syndir heimsins - Futon J. Sheen

Eftir að hafa etið síðustu kvöldmáltíðina með postulum sínum,
fóru Jesús og hinir ellefu til Getsemane garðsins. Jesús kraup og baðst fyrir. Á meðan hann baðst fyrir lögðust allar syndir heimsins, fortíðar, nútíðar og framtíðar, á herðar hans og íþyngdu honum.

•Fyrsta syndin, synd Adams og Evu var þarna.
•Synd Kain, sem drap bróður sinn var þarna.
•Viðurstyggð Sódómu og Gómorru.
•Bölvun heiðingjanna.
•Syndir Guðs útvöldu.

•Allar syndir voru þarna og krömdu Jesú, svo að hann sveittist blóði.

•Syndir drýgðar í sveitum, sem fá alla ………

……… náttúru til að fara hjá sér.
•Syndir drýgðar í borgum, sem jafnvel djöfullinn sjálfur myndi blygðast sín fyrir.
•Syndir drýgðar af ungu fólki, sem píndu viðkvæmt hjarta Jesú.
•Syndir drýgðar af gömlu fólki sem ætti að vera vaxið upp úr syndinni.
•Syndir drýgðar í myrkri sem aðeins augu Guðs geta séð.
•Syndir drýgðar í dagsbirtu sem fá vont fólk til að skjálfa.
•Syndir of hræðilegar til að tala um, syndir of ægilegar til að nefna nafn.

Synd, synd, synd, þangað til hið dýrmæta blóð Krists byrjaði að streyma. Frá norðri, suðri, austri og vestri, sérhver synd sem var, er og yrði drýgð einhvern tíma, kom til Getsemane og kramdi Jesú.

Og hann bað: "Abba, faðir, allt er þér mögulegt. Tak þennan kaleik frá mér, þó ekki sem ég vil, heldur sem þú vilt."

Við sjáum Jesú kramdan af öllum syndum heimsins, okkar syndum líka. Hann biður Guð að taka þjáningarnar í burtu, en aðeins ef það er Guðs vilji.

Hann fer til postula sinna til að fá hjálp og þrisvar sinnum kemur hann að þeim sofandi. Hann sagði við þá: "Gastu ekki vakað eina stund? Vakið og biðjið að þér fallið ekki í freistni. Andinn er reiðubúinn en holdið er veikt."

((( Futon J. Sheen )))

No feedback yet