« Um barnaníð og markvissa útbreiðslu hómósexúalisma innan kaþólsku kirkjunnar (2)Dauði fyrir Evu, líf fyrir Maríu! »

25.03.07

  10:14:05, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 525 orð  
Flokkur: Fóstureyðingar og vernd, Getnaðarverjasamfélagið

Alheimshreyfing hjóna til hjóna (The Couple to Couple League International (CCLI)

Það var John og Sheila Kippley sem stofnuðu samtökin 1971. John er kaþólskur leikmannaguðfræðingur sem skrifaði bók í kjölfar þeirrar miklu umræðu sem kom í kjölfar hirðisbréfsins Huamanae Vitae árið 1968. Þar sem hann vildi ekki líkjast faríseunum sem Jesú fordæmdi vegna þess að þeir lögðu á menn byrðar „sem erfitt var að bera“ og snertu sjálfir „ekki byrðarnar einum fingri,“ (Lk 11. 46) tók hann ásamt eiginkonu sinni Sheilu að kenna hjónum hina náttúrlegu fjölskylduáætlun (NFP) svo að kaþólikkar gætu lifað til samræmis við kenningar kirkjunnar. Sheila hafði lagt stund á rannsóknir um brjóstagjöf og áhrif þeirra til að glæða frjósemi eftir barnsfæðingu. Í kjölfarið tók hin að kenna lífvæna brjóstagjöf (eða náttúrlegt móðurhlutverk) sem óaðskiljanlegan hluta námskeiðahalds CCLI.

Hreyfingin frá „Hjónum til hjóna“ er staðsett í Cincinnati í BNA og barst fyrst til Bretlands með bandarískum hermönnum og þaðan til annarra landa í Evrópu, Ameríku, Afríku og Asíu. Hún starfar nú í 20 löndum alls staðar um heiminn. Nafn hreyfingarinnar endurspeglar boðskap Humanae Vitae 26 þar sem vikið er að postullegu starfi hjóna sem kenna öðrum hjónum inntak NFP.

CCL kennir hitamælingaraðferð (symptothermal method) NFP þar sem konan mælir líkamshita sinn daglega og fylgist með breytingum í slímhúð og leggöngum. Þannig getur hún séð hvort hún sé á hinu frjósama eða ófrjósama stigi tíðahringsins og hvort tíðahringur hennar er reglulegur eða ekki.

Þegar aðferðin er numin og iðkuð með réttum hætti er hún jafn áhrifarík og pillan og stefnir heilsunni ekki í hættu. CCL hefur samið afar mikið fræðsluefni og meðal þess handbók, fjölmarga ritlinga og skyggnur og hefur efnið verið þýtt á nokkur tungumál. Hjón sem taka að sér fræðslustarf fá fullnægjandi þjálfun og löggildingarbréf til að kenna CCL aðferðina. Þau gefa heiti um að lifa til samræmis við það sem þau kenna öðrum. Námskeiðið felur ekki einungis í sér leiðbeiningar í aðferðarfræðinni heldur setur NFP í samhengi við skírlífi í hjónabandinu og með hliðsjón af kristnum siðagildum hvað lýtur að börnum og fjölskyldu þar sem hin jákvæðu áhrif NFP eru borin saman við neikvæð áhrif getnaðarvarnanna.

Hvað áhrærir frekari upplýsingar um NFP og starf CCL í Bandaríkjunum er best að heimsækja alþjóðlega vefsíðu samtakanna: http://www.ccli.org/

Þýtt af vefsíðu David Prentis. Enn og aftur læt ég þá ósk og bæn í ljós að einhver kristinn aðili í heilbrigðisþjónustunni finni til köllunar til að kynna sér þetta mikilvæga mál til að kynna á Íslandi til að draga megi úr skelfingum fósturdeyðinga og hömlulausra getnaðarvarna.

No feedback yet