« Guð er mestur allra stjarneðlisfræðingaNíu rök gegn fóstureyðingum »

31.03.06

  14:19:27, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 463 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

„Aldrei hefur nokkur maður talað þannig.“

Guðspjall Jesú Krists þann 1. apríl er úr Jóhannesarguðspjalli 7. 40-53

Þá sögðu nokkrir úr mannfjöldanum, sem hlýddu á þessi orð: „Þessi er sannarlega spámaðurinn.“ Aðrir mæltu: „Hann er Kristur.„ En sumir sögðu: „Mundi Kristur þá koma frá Galíleu? Hefur ekki ritningin sagt, að Kristur komi af kyni Davíðs og frá Betlehem, þorpinu þar sem Davíð var?“ Þannig greindi menn á um hann. Nokkrir þeirra vildu grípa hann, en þó lagði enginn hendur á hann.
Nú komu þjónarnir til æðstu prestanna og faríseanna, sem sögðu við þá: „Hvers vegna komuð þér ekki með hann?“ Þjónarnir svöruðu: „Aldrei hefur nokkur maður talað þannig.“ Þá sögðu farísearnir: „Létuð þér þá einnig leiðast afvega? Ætli nokkur af höfðingjunum hafi farið að trúa á hann, eða þá af faríseum? Þessi almúgi, sem veit ekkert í lögmálinu, hann er bölvaður!“ Nikódemus, sem kom til hans fyrrum og var einn af þeim, segir við þá: „Mundi lögmál vort dæma mann, nema hann sé yfirheyrður áður og að því komist, hvað hann hefur aðhafst?“ Þeir svöruðu honum: „Ert þú nú líka frá Galíleu? Gáðu að og sjáðu, að enginn spámaður kemur úr Galíleu.“

Hugleiðing

Hér sjáum við Nikódemus farísea skjóta aftur upp kollinum. Áður hafði hann talað við Jesú í kvöldkyrrðinni um leyndardóma Guðsríkisins. Viðbrögð Nikódemusar voru allt önnur en hinna faríseanna. Hjarta hans sagði honum að halda uppi vörnum fyrir Jesú, en höfuðið að hann ætti ekki að taka slíka áhættu. Greinilega hefur hjarta hans sigrað að lokum vegna þess að það var hann sem eftirlét Drottni grafhýsi sitt síðar eftir píslir krossfestingarinnar og dauða. Iðulega ber við að við verðum að skipa okkur við hlið Jesú og guðspjallanna í daglegu lífi. Þetta getur orðið öðrum tilefni til hláturs eða jafnvel geðillskukasta. Stundum hafa hinir heilögu orðið að leggja allt í sölurnar fyrir Drottin og úthella blóði sínu eins og prestarnir 200.000 á tímum ógnarstjórnar Stalíns í Rússlandi. Allir verða fyrr eða síðar að taka ákvörðum um að þjóna annað hvort Jesú og konungsríki himnanna eða verða að þrælum syndarinnar og Satans. Við skulum forðast þau dapurlegu örlög að verða að vegaprestum í lífi náðarinnar. Eða eins og þeir sögðu á miðöldum: Eins og prestarnir sem benda á veginn, en ganga hann svo ekki sjálfir.

No feedback yet