« BETANIA Í VENESÚELA 1976: MARÍA MEY, MÓÐIR OG HUGGARI ALLRA ÞJÓÐA (11)SÝRACUSA Á SIKILEY 1953: HIN GRÁTANDI GUÐSMÓÐIR Á HEIMILI JANNUSOHJÓNANNA (9) »

10.01.07

  09:36:33, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 1359 orð  
Flokkur: Opinberanir Maríu Guðsmóður sem njóta kirkjulegrar viðurkenningar

AKITA Í JAPAN 1973-1981: SKELFILEG VARNAÐARORÐ (10)

akita_1

SJÁANDINN

Vitranirnar í Akita í Japan hófust þann 12. júní árið 1973 í litlu trúarsamfélagi sem nefnist Samfélag þjónustumeyja Evkaristíunnar. Ofurskærir geislar tóku að leiftra út frá guðslíkamahúsinu í þessu litla japanska klaustri. Þann 28 sama mánaðar birtust blæðandi krossmark óvænt á höndum einnar systranna, Agnesar Katasuko Sasagawa. Þann 6. júlí tók blóð að seytla úr tréskurðarmynd af hinni blessuðu Mey, en hún var skorin úr katasuravið. Hin blæðandi sár á höndum styttunnar hafa birst nokkrum sinnum aftur og þann 29. september hurfu sárin og í stað þeirra birtist ilmandi útferði. Árið 1975 tók styttan að úthella tárum aftur og þetta endurtók sig meira en 100 sinnum á næstu sex árum sem fjölmargir urðu vitni að, þar á meðal staðarbyskupinn, John Shojiro Ito í Niigata.

Systir Agnes snerist til kristinnar trúar og gekk í Reglu þjónustumeyja Evkaristíunnar sem byskupinn í Niigata hafði stofnsett. Reglan gegnir tvíþættu boðunarstarfi, annars vegar samfélagslegri þjónustu og er því að þessu leyti til veraldarrregla, en hins vegar felst hlutverk hennar einnig í tilbeiðslu Evkaristíunnar og heiðrun Guðsmóðurinnar. Starf systranna í þessu litla fjallaþorpi sem staðsett er hátt upp í fjöllunum í Yzawadala og elska þeirra á Guði hefur snortið hjörtu milljóna Japana og þeir heimsækja þær tugþúsundum saman árlega, þrátt fyrir eril hins daglega lífs. Í reynd hefur fordæmi það sem þær hafa gefið leitt til þess að fjölmargir Japanir hafa snúist til kaþólskrar trúar.

akita_2

OPINBERANIRNAR

Þegar opinberanirnar hófust hafði systir Agnes nýlega gengið í regluna eða tíu dögum áður og jafnhliða þessu tapað heyrn skömmu áður:

Þegar systir Agnes opnaði guðslíkamahúsið streymdi skyndilega ofurskært ljós frá því og hún varpaði sér á gólfið af ótta og tilbað þann Drottin sem hafði þannig gefið raunnánd sína til kynna. Þann 14. sá Agnes enn að nýju þetta sama ljós úr guðslíkamahúsinu, en nú var því samfara afar skær eldrauður logi sem geislaði í allar áttir. Þetta endurtók sig í þriðja skiptið með enn áþreifanlegri hætti. Þetta gerðist enn að nýju daginn fyrir Hátíð hins Alhelga Hjarta Jesú þann 28. júní þegar systir Agnes sá að nýju þetta skæra ljós, en í þetta sinn „birtust ósegjanlegur fjöldi vera sem virtust vera englar sem stóðu umhverfis altarið og tilbáðu hostíuna“. Daginn eftir sem var Hátíð hins Alhelga Hjarta Jesú birtist henni engill rétt í þann mund sem hún ætlaði að fara að biðja rósakransinn. Jafn ótrúlega og það hljómar sagði engillinn henni að bæta orðinu „sannarlega“ við bæn sem Ito byskup hafði samið fyrir samfélagið. Upp frá þessu hljómaði bænin: „Alhelga Hjarta Jesú, SANNARLEGA nærverandi í Evkaristíunni.“

Allt þetta ár gafst systur Agnes og meðsystrum hennar að sjá fjölmörg yfirskilviteg fyrirbrigði. Systir Agnes læknaðist af heyrnarleysi sínu skamma hríð, en heyrnarleysið var henni þungur kross að bera. Hún læknaðist svo endanlega af því þann 30. maí 1982 á Hvítasunnudag.

BOÐSKAPUR OPINBERANANNA

Fyrsti boðskapurinn sem systir Agnes meðtók frá hinni blessuðu Mey þann 6. júní 1973 er í beinu áframhaldi af boðskapnum í Fatíma 1917. Hér var um hvatningu til bæna og fórna að ræða Guði Föður til dýrðar og sálunum til frelsunar. Þann 3. ágúst snerist hann um bæn, iðrun og hugrakkar fórnir sálnanna til að sefa reiði hins himneska Föður. Þriðja boðskapurinn frá 13. október 1973 – sem ber í reynd upp á sama dag og lokavitrunin í Fatíma 56 árum áður – felur í sér skelfileg viðvörunarorð og hljóðar svo:

„Ef mennirnir gera ekki iðrun og bæta ráð sitt eins og ég hef sagt þér, mun Faðirinn láta skelfilega refsingu koma yfir allt mannkynið. Þessi refsing verður meiri að vöxtum en syndaflóðið og meiri en allt sem áður hefur sést. Eldur mun falla af himni ofan og þurrka út stóran hluta mannkynsins, góða jafnt sem illa og hvorki hlífa prestum fremur en hinum trúuðu. Þeir sem lifa þetta af munu verða svo örvæntingarfullir, að þeir munu öfunda hina látnu. Eina hjálpin sem standa mun ykkur til boða er rósakransinn og tákn það sem Sonur minn mun gefa. Þið skuluð fara með rósakransbænina daglega. Með hjálp rósakransins skuluð þið biðja fyrir páfanum, byskupunum og prestunum. Áhrif djöfulsins munu jafnvel ná inn í kirkjuna með slíkum hætti, að þið munið sjá kardínála rísa upp gegn kardínálum og byskupa gegn byskupum. Þeir prestar sem munu heiðra mig verða hrakyrtir og sæta ámælum bræðra sinna. Kirkjur og altöru verða svívirt. Enginn hörgull verður á þeim í kirkjunni sem gera vilja málamiðlun og djöflarnir munu knýja marga presta og helgaðar sálir til að hætta að þjóna Drottni.

Og í annarri opinberun komst María ætíð mey svo að orði: „Ég er svona sorgmædd vegna allra þeirra sálna sem munu glatast. Ef syndirnar halda áfram að vaxa og verða alvarlegri, mun engin fyrirgefning standa þeim til boða.“ [1]

BYSKUPINN Í NIIGATA OG VATÍKANIÐ SAMÞYKKJA ÁREIÐANLEIKA OPINBERANANNA

Eftir átta ára ítarlega rannsókn samþykkti John Shojiro Ito byskup í Niigita áreiðanleika opinberananna þann 22. apríl 1984 eftir að hafa ráðgast við hið heilaga Sæti. Í Akita var komið fyrir styttu af Vorri Frú af Akita eftir vitnisburð fjölmargar kristinna manna og annarra, þar á meðal bæjarstjórans í Akita sem er búddatrúar sem staðfestu að trélíkneskið hefði grátið blóðtárum. Í júní 1988 staðfesti núverandi páfi, Benedikt XVI, trúverðugleika opinberananna í Akita i Japan, en þá skipaði hann forsæti Stjórnardeildar trúarkenninga.

Í bréfi því sem byskupinn í Niigita ritaði þegar hann samþykkti hin yfirskilvitlegu fyrirbrigði í Akita, komst hann meðal annars svo að orði:

„Að loknum þeim rannsóknum sem staðið hafa yfir allt fram til dagsins í dag, er ekki unnt að hafna yfirskilvitlegu inntaki nokkurra óútskýranlegra atvika hvað áhrærir styttu Vorrar Frúar af Akita. Þar af leiðandi býð ég að allar sóknir biskupsumdæmis míns heiðri hina heilögu Móðir í Akita.“

Hvað áhrærir sjálfan boðskapinn sagði hann meðal annars:

„Hvað varðar inntak boðskaparins sem meðtekinn hefur verið, þá gengur hann með engum hætti gegn kaþólskum trúarsetningum eða siðgæði. Þegar við horfum til núverandi ástands í heimsmálum, þá virðast viðvörunarorðin vera í samhljóðan við það með margvíslegum hætti.“

Sjálf sagði hin blessaða Mey í Akita;

„Ég hef komið í veg fyrir hörmungar með því að bera fram fórnir fyrir Föðurinn ásamt öllum þeim þjáningasálum sem hugga hann sökum þeirra písla sem Sonurinn leið á krossinum með því að úthella blóði sínu og elsku sálar sinnar. Bænir, iðrun og hetjulegar fórnir megna að sefa reiði Föðurins.“

Hin blessaða Mey bar litla trúarsamfélaginu í Akita eftirfarandi boð: „Lifið í fátækt og helgun og biðjið til að bæta fyrir vanþakklæti og illsku alls þessa stóra hóps manna.“

[1]. Ég vek athygli á greinaflokki mínum um hina Þrjá myrku daga hér á kirkju.net, einkum opinberunum Padre Pio (3) og bróður Davíðs í Medjugorje (4).

Byggt á: http://olrl.org/prophecy/akita.shtml

http://www.apparitions.org/akita.html

http://www.ladyofallnations.org/akita.htm

No feedback yet