« Ískyggileg fækkun fæðinga í Evrópu – og sérstaða ÍraÁhlaup efnishyggjunnar á stofnfrumur fósturvísa »

05.12.06

  00:09:47, Skrásetjari: Jon Valur Jensson   , 58 orð  
Flokkur: Trúarleg ljóð JVJ

Ákall (trúarvers)

Lítill má ég þér lúta,
lifandi Guð! sem yfir
himin gnæfir, en heimi
hlífir – já, öllu lífi!
Líkna mér, hjartans læknir,
lát mig ei dapran gráta.
Kom nú, leystu mig, Kristur,
kraft þinn gef þú mér aftur!

(Ort á mínum yngri árum, e.t.v. 1983 eða fyrr)

No feedback yet

Ábyrgðarmaður: Jón Valur Jensson guðfræðingur.

Önnur blogg sama höfundar: [jonvalurjensson.blog.is]
[jvj.blog.is]
[krist.blog.is] (þátttaka)
[lifsrettur.blog.is]

Leit

  XML Feeds

CMS software