« Án hins Alhelga Hjarta glatast alltAð gera hjartað að ímynd sinni »

28.01.07

  09:36:00, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 134 orð  
Flokkur: Bænaáköll til hins Alhelga Hjarta Jesú

ÁKALL TIL HINS UPPRISNA, ÁSTMÖGURS MANNKYNSINS – eftir Peter Berulle, kardínála (d. 1829)

sacred„heart_6

Drottinn Jesús Kristur! Hjarta þitt er opið að eilífu, að eilífu gegnumstungið. Dýrð þín hylur ekki þetta sár vegna þess að það er kærleikssár. Þetta opna sár spjótsins er tákn um þetta innra sár Hjarta þíns. Þetta sár er sérkenni þitt. Þú deilir því ekki með öðrum sem gengu í gegnum sömu píslirnar og voru krossfestir. Þetta er eilíft sár allt til dauða, Frelsari minn, en leiðir til lífs. Sár þitt, Drottinn minn, er ekki eins og önnur sár vegna þess að þau eru afmáð í upprisunni. Lof sé hinum eilífa Föður sem hefur markað þig, Son sinn, með þessu sári svo að við getum dvalið í Hjarta þínu að eilífu. AMEN.

1 athugasemd

Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Íkonan sem fylgir þessu bænaákalli er almennt nefnd Kristur Pantokrator (hinn Almáttugi) í dag. Til forna nefndu menn hana Christos Philanthropos – Kristur, Ástmögur mannkynsins.

Hún er rakin beint til Efesusskólans og frásagnar Jóhannesar guðspjallamanns um uppsprettu hins lifandi vatns – hins gegnumstungna Kristshjarta.

Heil. Justin Martyr (d. 165) skrifaði:

Það er mikil gleði fyrir okkur að deyja sökum nafns hins dýrlega kletts. Hann lætur hið lifandi vatn streyma í hjörtu þeirra sem fyrir hann elska hinn himneska Föður alheimsins. Það er hann sem seður alla þá sem drekka af vatni lífsins (Dialogo 114, 4).

Þetta var boðskapur heil. Íreneusar (d. 202), en hann var lærisveinn hl. Polykarpusar frá Smynru og píslarvotts (69/70-155/156), en sjálfur meðtók hann og nam fagnaðarerindið hjá heil. Jóhannesi guðspjallamanni.

Þetta er sá rauði þráður sem gengur í gegnum skrif hinna heilögu feðra af Efesusskólanum eins og heil. Kýpríans frá Karþagó (d. 258), heil. Hyppolýtusar frá Róm (d. 235), Appolínaris frá Hieropolis (d. 258), heil. Kýrillosar frá Alexandríu (d. 444), Rufínusar (d. 410), heil. Hieronýmusar (d. 419), Maríuasar Victoríanusar (d. 363), Sesaríusar frá Aries (d. 542), heil. Ísidors frá Sevilla (d. 636) og heil. Gregors páfa hins mikla (d. 604).

Við skulum biðja um að þetta lífgefandi vatn hins Alhelga Hjarta Jesú megi streyma yfir helkalin hjörtu þeirra ráðamanna heimsins í dag sem hafa ánetjast DAUÐAMENNINGU veraldarhyggjunnar sem hafnar Mannhelgi lífsins!

28.01.07 @ 10:01