Kom þú, Heilagur Andi, og send ljósgeisla þinn frá himnum. Kom þú, Faðir fátækra, þú gjafari gæðanna, og ljós hjartnanna. Hjálparinn besti, ljúfi gestur sálarinnar, ljúfa hressing hennar. Hvíld hennar í erfiði, forsæla í hitum, huggun í sorgum. Þú blessaða ljós, lát birta til í hugskoti fylgjenda þinna. Án þinnar velvildar er maðurinn ekkert, án þín er ekkert ósaknæmt. Lauga það sem er saurgað, vökva það sem er þornað, græð það sem er í sárum. Mýktu það sem er stirnað, vermdu það sem er kólnað, réttu úr því sem miður fer. Gef fylgjendum sem treysta þér, þínar heilögu sjöföldu gjafir. Amen.