« Af hverju tilbiðja kaþólskir brauð?Ert þú frelsaður/frelsuð? Hvað felst í hugtakinu trú? Hverju svara kaþólskir? »

27.06.12

  07:31:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 458 orð  
Flokkur: Philumena, Spurt og spjallað um kaþólska trú

Af hverju vitum við að Hreinsunareldurinn er til?

Spurt og spjallað um kaþólska trú frá biblíulegu sjónarmiði. - Hvað segir Biblían?

“Sæll er sá sem varðveitir spádómsorð þessarar bókar… Tilbið þú Guð” (Opb 22:7, 9)

2. Hreinsunareldurinn – Af hverju vitum við að Hreinsunareldurinn er til? Ef þú myndir deyja í nótt, myndir þú fara til himna?

Kaþólskir eru öruggir um eilífa sáluhjálp, þ.e.a.s. ef þeir af trúfesti halda boðorð Guðs í orði og verki --eins og að ofan greinir. (1Jh 2:3). Ef þeir deyja í því andlega ásigkomulagi að hafa ekki drýgt dauðasynd og verið Kristi trúir í kærleika til Guðs og náungans, er víst að þeir eigi sér vísan stað á himnum að æviskeiði loknu. En eins og Páll postuli kveður á um í Biblíunni, verður viðkomandi að vera algjörlega hreinn í anda eða heilagur til þess að öðlast himnavist, dýrðina, í návist Guðs: “Því ekkert óhreint getur komist í himnaríki .”

Með hliðsjón af náttúrulegum hvötum manna, sem hneigjast til sjálfselsku og eru ekki með öllu lausir við smásyndir né syndahegningu,(?) þá gefur augaleið að margur er hvorki nægilega ranglátur til að verða eilífum eldi að bráð, né nægilega réttlátur til að lifa að eilífu í samfélagi við þá sem lausir eru við allar syndir og syndagjöld. Af skrifum Páls og Jóhannesar má ráða að millistig sé fyrir hendi fyrir hina réttlátu, en þó „óhreinu,” og að hver sá sem áfátt er í dyggðum mun þó eiga sér bjargarvon. Páll postuli kemst t.d. þannig að orði að viðkomandi, sem skortir dyggðir, “mun ná frelsi, en sem í gegnum eld,” þ.e.a.s. eftir miklar þjáningar og Jóhannes bætir þar við að „alls ekkert óhreint skal inn í hana ganga né sá sem fremur viðurstyggð eða iðkar lygi...“ ( Op 21:27 Kor.I 3:15; sjá einnig Jes 4:4; Ml 3:2-4).

Einnig rennir Biblían frekari stoðum undir þessa kenningu kaþólsku kirkjunnar með því hvetja til fyrirbæna fyrir hinum framliðnu, því „eigi munt þú komast út þaðan, fyrr en þú hefur borgað síðasta eyri” og því sé það góð og gagnleg hugsun að biðja fyrir framliðnum, svo að þeir „hreinsist af syndum sínum.” (Makk.II 12.46; Matth. 12.32; 5.25.26) Þetta milli stig milli himnaríkis og helvítis kalla kaþólskir hreinsunareldinn. Þessi sama skilgreining kemur einnig skýrt fram í skrifum Páls postula er hann mælir þau varnaðarorð að: „Þá mun verk hvers um sig verða augljóst. Dagurinn mun leiða það í ljós, af því að hann opinberast með eldi og eldurinn mun prófa hvílíkt verk hvers eins er. Ef nú verk einhvers fær staðist, það er hann byggði ofan á, mun hann taka laun. Ef verk einhvers brennur upp, mun hann bíða tjón. Sjálfur mun hann frelsaður verða, en þó eins og úr eldi." (1 Kor 3:13-16). „Því að öllum oss ber að birtast fyrir dómstóli Krists, til þess að sérhver fái það endurgoldið, sem hann hefur aðhæfst í líkamanum, hvort sem það er gott eða illt.“ (2Kor 5:10).

Philumena

No feedback yet