« Hvað er þessi erfikenning, sem kaþólskir vitna í til viðbótar Heilagri ritningu?Af hverju biðja kaþólskir til skurðgoða (styttur, myndir t.d.)? eða dýrlinga? »

25.07.12

  08:24:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 252 orð  
Flokkur: Philumena, Spurt og spjallað um kaþólska trú

Af hverju biðja kaþólskir fyrir látnum?

Spurt og spjallað um kaþólska trú frá biblíulegu sjónarmiði. - Hvað segir Biblían?

“Sæll er sá sem varðveitir spádómsorð þessarar bókar… Tilbið þú Guð” (Opb 22:7, 9)

7. Af hverju biðja kaþólskir fyrir látnum?

Gamla testamentið, sem Kristur sjálfur vitnar í, kennir að rétt sé að biðja fyrir hinum látnu. (2Makk 12:40; 42; 44-45) En þar segir: „Undir kyrtli sérhvers sem látinn var fundu menn helgitákn skurðgoða Jamnia, sem Gyðingum var bannað að bera. Öllum varð ljóst að það var af þessum sökum sem mennirnir höfðu fallið….og þeir snéru sér að bænahaldi, báðu þess að syndin sem framin hafði verið mætti vera fyrirgefin….Því ef hann ekki vænti þess að þeir sem fallið höfðu myndu rísa aftur, væri tilgangslaust og heimskulegt að biðja fyrir hinum látnu…Hann afplánaði friðþægingu fyrir þá látnu, að þeir mættu fá syndaaflausn.” Páll postuli tekur í sama streng er hann segir: „Til hvers eru menn annars að láta skírast fyrir hina dánu? Ef dauðir menn rísa alls ekki upp, hversvegna láta menn þá skíra sig fyrir þá?” (1Kor 15:29)

Þessi ummæli eru skírskotun til bæna og föstu fyrir hina látnu, en orðið að „skírast” merkir einnig oft að afplána friðþægingu samanber Markúsarguðspjall 10:38-39; og Lúkasarguðspjall 3:16 og 12:50. Páll postuli veitir einnig fordæmi er hann biður fyrir hinum látna Onesiphorus. (2Tim 1:6-18). Enn fremur skírskotar Trúarjátning okkar einnig til þess að við höfum samfélag við heilaga: „Ég trúi á samfélag heilagra,” sem felur í sér hina heilögu á jörðu niðri jafnt sem hólpna á himnum og sálirnar í hreinsunareldinum, sem við getum aðstoðað og aukið vellíðan hjá með bænum okkar..

Philumena

No feedback yet