« BÆNFrjósemi hjónabandsins »

09.12.10

  20:46:54, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 357 orð  
Flokkur: Prédikanir

Aðventan er tími bæna til þess að undirbúa jólin

Aðventan er tími bæna til þess að undirbúa jólin og Jesús sjálfur hefur kennt okkur að biðja. Hann var mesti meistari bænarinnar sem uppi hefur verið. Bæn hans á Olíufjallinu, kvöldið áður en píslarganga hans hófst, sýnir okkur með hvaða hugarfari við eigum að biðja. Þegar hann var þangað kominn, sagði hann við lærisveinana: "Biðjið, að þér fallið ekki í freisti. "Þá gekk hann frá þeim, kraup á kné og bað: "Faðir ef þú vilt, þá tak þennan kaleik frá mér! En verði þó ekki minn vilji, heldur þinn." Þannig eigum við líka að biðja.

Guð bænheyrir okkur alltaf, en hann uppfyllir oft bænir okkar á annan hátt er við eigum von, því hann veit betur en við hvað okkur er fyrir bestu. Þessvegna, á bæn okkar að vera gagntekin trúnaðartrausti. Oft sjáum við það síðar, að því fór betur að Guð bænheyrði okkur ekki á þann hátt sem við vildum helst þá.

Það kemur oft fyrir, að við vitum ekki hvað okkur er fyrir bestu. Þannig var ástatt fyrir þeim sem Jesús heimsótti einu sinni. Í Betaníu áttu þrjú systkini heima, Marta, María og Lasarus. Þau voru góðir vinir Jesú. Dag einn kom Jesús og lærisveinar hans í heimsókn. Jesús tók til máls og María settist við fætur hans og hlustaði á hann. Marta var önnum kafin við að þjóna gestunum - eins og við getum verið um jólin! Að stundu liðinni, kom hún til Jesú og sagði: "Herra, finnst þér réttlát að systir mín láti mig eina gera allt? Segðu henni að hjálpa mér." En Jesús svaraði: "Marta, Marta, þú hefur allt of mikið að gera. En eitt er nauðsynlegt, María valdi það sem henni er fyrir bestu og það skal ekki verða takið frá henni."

En Jesús sýnir okkur einnig að margir geta ekki beðið á réttan hátt vegna þess að þeir eru alltaf að gera svo mikið. Það er nauðsynlegt að við komumst í ró og jafnvægi áður en bænin hefst. Við getum tæplega kippt okkur út úr einhverju sem við erum að gera, ef til vill beint út úr einhverju rifrildinu, og farið undirbúningslaust að lofa Guð ...

"Amen. Kom þú, Drottinn Jesús!". (Opb. 22:20).

No feedback yet