« Skírn í Heilögum AndaLíkamleg lækning og andleg »

14.04.08

  20:38:31, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 316 orð  
Flokkur: Til umhugsunar

Aðeins Guð getur fyrirgefið syndir

Það er satt að aðeins Guð getur fyrirgefið syndir. Þess vegna hneyksluðust menn á Jesú þegar hann sagði: "Syndir þínar eru fyrirgefnar." Menn sögðu að hann guðlastaði, að hann gerði sig að Guði. En kaþólskir trúa því að hann sé Guð og geti því, hafi getað og muni geta fyrirgefið syndir. Kirkjan kennir að Jesú hafi komið í þennan heim til að frelsa mennina frá syndum og færa þeim eilíft líf, að hann hafi látið lífið á krossinum vegna synda mannanna.

……… kirkjan er líkami Krists á jörðinni og hún heldur starfi hans áfram. Það væri í ósamræmi við starf Jesú og guðdóm ef kirkjan hefði ekki sérstakt umboð til að fyrirgefa syndir.
Jesús hefur sagt: "Hverjum sem þið fyrirgefið syndirnar, þeim eru þær fyrirgefnar, og hverjum sem þér synjið, þeim er synjað."

Þarna setur Jesús sáttmála Guðs og manna og fær lærisveinunum umboð til að fyrirgefa syndir. Þetta umboð hefur síðan gengið að erfðum í vígsluröð kirkjunnar allt frá Jesú.

Kaþólski presturinn fær þetta umboð Jesú til að fyrirgefa syndir þegar hann er vígður.

Kirkjan kennir að sakramentin séu sérstakir náðarfarvegir Guðs til mannanna til að standa gegn synd og til að öðlast andlegan þroska. Sakramentunum er því oft líkt við næringu. Þau séu andleg næring. Enginn nærist einu sinni á ári. Því sé gott að neyta þeirrar næringar oft og reglulega til að fá styrk til að standa gegn hinu illa og auka andlegan þroska. Margir kaþólskir skrifta því regulega. Ef það er ekki gert er hætta á að samviskan gangi stöðugt lengra í málamiðlun sinni við hið illa, myrkvist og verði blind á mun góðs og ills. ………

No feedback yet