« Heilög Teresa frá Lisieux. Hvers vegna varð hún fyrir valinu?Innri máttur hins nýja lífs »

30.04.08

  14:26:24, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 247 orð  
Flokkur: Vegurinn, sannleikurinn og lífið

Að vísu kemur orðið "Þrenning" hvergi fyrir í Heilagri Ritningu

Kafli úr bókinni VEGURINN, SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ sem er trúfræðslurit um kaþólska trú (1981).

(8. k.)

"……… Grundvallarsannindi trúar okkar eru að til sé aðeins einn Guð, og þó að við játum kenninguna um Föðurinn, Soninn og Heilagan Anda, breytir það engan veginn kenningunni um að Guð sé einn. En hvernig er hægt að sameina þetta tvennt?

Að vísu kemur orðið "Þrenning" hvergi fyrir í Heilagri Ritningu, en þegar við tekjum það sem Guð sagði og gerði, verður þessi leyndardómur alltaf á vegi okkar. Við megum reiða okkur á að okkur hefur ekki verið boðuð þessi trúarkenning til þess að við hefðum eitthvað til að velta fyrir okkur eða til þess að gera okkur erfiðara fyrir að trúa. Þetta má frekar orða þannig að Guð hafi snúið sér til okkar og talið réttmætt að við fengjum að fræðast eitthvað um innri lífsauðlegð sína. Á því, hvort menn trúa kenningunni um Þrenninguna eða ekki, sést best hvort þeir eru reiðubúnir til þess að hlusta á Guð sjálfan segja þeim, hver hann sé, eða hvort þeir reiði sig frekar á mátt sinnar eigin ímyndunar og fallist aðeins á tilveru þess Guðs, sem þeir geta sjálfir skilið. Slíkur Guð hlyti þó að vera lítilfjörlegri en sú skynsemi sem gerði sér grein fyrir honum. ………"

No feedback yet