« Systir Briege og móður TeresaUpprisubrúin »

05.04.08

  20:30:41, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 418 orð  
Flokkur: Kraftaverk gerast

Að snerta Jesú í altarissakramentinu

Systir Briege McKenna segir frá eftirfarandi atviki í bók hennar, Kraftaverk gerast:

"……… saga um ungan prest. Hann hringdi í mig, mjög kvíðinn og hræddur. Hann hafði nýverið komist að því að hann hafði krabbamein í raddböndum og þurfti að láta fjarlægja raddböndin innan þriggja vikna. Hann sagðist vera örvæntingarfullur. Hann hafði aðeins verið vígður í um sex ár.

Á meðan ég bað með honum fann ég að Drottinn vildi að ég talaði við hann um altarissakramentið. Ég sagði við hann, "Faðir, ég gæti beðið með þér, og ég mun gera það, en hittir þú ekki Jesú í morgun? Hittir þú hann ekki á hverjum degi?" ………

………

Ég vissi reyndar ekki að þessi prestur hélt ekki messu daglega.

Ég sagði við hann, "Faðir, þú hittir Jesú á hverjum einasta degi þegar þú heldur messu, tekur við hinni heilögu fórnargjöf og borðar hana. Konan snerti aðeins faldinn á klæðum Jesú. En þú snertir Jesú og meðtekur hann í líkama þinn. Þú nærist á honum. Skilur þú að Jesús er raunverlega að fara niður hálsinn á þér? Það er enginn betri að fara til en Jesús. Biddu Jesú að hjálpa þér."

Ég heyrði hann gráta í gegn um símann. Hann sagði við mig í sífellu, "Ó, systir, þakka þér fyrir. Þakka þér fyrir."

Þremur vikum síðar átti hann að fara í aðgerðina. Hann hringdi síðar í mig til að segja mér að hann hefði ekki þurft að fara í aðgerðina. Læknarnir uppgötvuðu að krabbameinið var horfið og raddbönd hans voru sem ný.

Ég komst aldrei að því hvað hann hét. Um það bil ári síðar fékk ég fregnir af honum í gegn um vin hans. Fyrir veikindin hafði ungi presturinn hætt að halda messu nema á sunnudögum; hann hafði verið mjög léttúðugur gagnvart messunni. Guð notaði þessa lífsreynslu í sambandi við krabbameinið til þess að umbreyta lífi hans. Hann læknaðist algjörlega, en ekki einungis líkamlega. Hann varð prestur sem hafði altarissakramentið sem þungamiðju. Altarissakramentið varð fyrir honum sá tími þegar hann hitti hinn lifandi Jesú, eins og konan við brunninn í fjórða kafla Jóhannesarguðspjalls. Hann hóf að hitta Jesú við hinn mesta af öllum brunnum, þar sem menn drekka og þyrstir aldrei. Já, kraftaverk gerast. ………"

http://www.sisterbriege.com/

No feedback yet