« Ritningarlesturinn 20. júlí 2006Ritningarlesturinn 19. júlí 2006 »

19.07.06

  21:05:50, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 458 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Að skrökva með hálfsannleika!

Sú saga er sögð af kerlingu einni í frönsku þorpið sem orðlögð var fyrir slúður og illmælgi í garð þorpsbúa, að hún hafi komið til sóknarprestsins til að skrifta. Hann innti hana eftir því hvort hún ætti ekki gæsadúnssæng. Þegar hún svaraði því játandi, bað hann hana um að koma með sængina. Síðan fór hann með kellu og sængina upp í kirkjuturninn og risti gat á sængina, þannig að fiðrið sáldraðist út í veður og vind. Síðan sagði hann við kerlinguna: „Þú skalt fara og biðja þorpsbúa hvern og einn afsökunar á því slúðri sem þú hefur dreift út um þá og borist hefur út, rétt eins og gæsadúnninn hérna áðan. Síðan skaltu koma og skrifta.“

Saga þessi kom upp í huga mér nú á þessum fagra sumarmorgni þegar ég heyrði frétt á RÚV 1 sem endurtekin var fram að hádegi í öllum fréttatímum stofnunarinnar. Þar var greint frá því að Bush Bandaríkjaforseti myndi líklega grípa til neitunarvalds (veto) síns og ekki samþykkja ný lög þingsins sem heimila rannsóknir á stofnfrumum úr myrtum, ófæddum börnum. Lesendum til glöggvunar skal tekið fram að grundvöllur þessar rannsókna eru líkamsleyfar myrtra barna fóstureyðingaæðisins, alls 400.000 stofnfrumur sem varðveittir eru frystar úr líkamsleyfum þessara barna. Fréttin var svo endurtekin í RÚV 1 sjónvarp í aðalfréttatíma kvöldsins.

Fréttin var sett þannig fram að hlustandinn fékk ósjálfrátt þá hugmynd að „ljótur kall“ hefði verið kjörinn forseti BNA, líklegast af aulum, sem væri svo „vitlaus“ að bera ekkert skyn á rannsóknir á stofnfrumum og stæði þannig í vegi fyrir framförum í læknavísindum. Ekki var gerð hin minnsta tilraun til að útskýra fyrir hlustendum að stofnfrumur úr fullorðnu fólki koma að sömu notum og þannig hvatti Biskuparáð Evrópubandalagsríkjanna til að leggja fram meira fé til rannsókna á þeim nýverið.

En því miður, hinir „frjálslyndu, víðsýnu og hleypidómalausu“ fulltrúar vinstri aflanna í Evrópu kusu að nota stofnfrumur úr myrtum börnum og feta þannig dyggilega í spor nasistanna. Almennt talað gerir fólk sér ekki grein fyrir því að snyrtivöruiðnaðurinn framleiðir snyrtivörur fyrir kvenfólk úr þessum barnslíkum og sama gegnir um suma hringa lyfjaauðvaldsins sem framleiða úr þeim lyf.

En „stöð allra landsmanna“ þegir yfir slíkum staðreyndum. Ég vara fólk við slíkum fréttaflutningi: Af tvennu illu eru lygar betri en hálfsannleikur.

9 athugasemdir

Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Það kom nýlega fram í auglýsingu frá RÚV að þjóðin treysti þeim best allra ljósvakamiðla. Metnaðarleysið er enn átakanlegra í því ljósi.

Það hefur tekist að byggja upp goðsagnakennda ímynd í kringum þessa stofnun um að hún sé höfuðvígi hámenningarinnar: [Tengill1] en þetta dæmi sem þú tiltekur er því miður ekki hið eina sem er í mótsögn við þá goðafræði, finna má annað svipað dæmi um afglöp í fréttaflutningi: [Tengill2].

Þeir sem áhuga hafa á stofnfrumumálunum ættu að kíkja á nýjan vef blóðbankans: www.stofnfrumur.is. Þar má m.a. finna frumvarpsdrög ríkisstjórnarinnar um þessi umdeildu málefni.

20.07.06 @ 05:57
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Frétt af neitun forsetans er á forsíðu Moggans í dag. Sú frétt er vel unnin og þar kemst til skila að málið er umdeilt. Þó fréttin sé stutt tekst að koma tveim andstæðum sjónarmiðum í málinu á framfæri á ágætan hátt.

20.07.06 @ 06:49
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Fréttablaðið er sömuleiðis með fréttina í greiningu á bls. 20 í dag undir fyrirsögninni „Harðar deilur um stofnfrumurannsóknir“. Þar er greint frá málstað Bush sem og málstað andstæðinga hans. Ferill málsins um stjórnkerfi BNA er rakinn í stuttu máli.

20.07.06 @ 07:59
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Já, það er eins og ég segi! Stundum hef ég það óþægilega á tilfinningunni að starfsmenn stofnunarinnar (RÚV 1) noti hana til að koma sínum eigin skoðunum á framfæri.

Merkilegt að þeir ætli að semja sérstök lög um stofnfrumurannssóknir. Íslandsdeild Planned Parenthood er orðin svo örugg með sjálfa sig að þeir einfaldlega tóku að nota RU-486 að eigin frumkvæði án þess að spyrja kóng eða prest! Það virðist merkilegt nokk vera í stakasta lagi. Ekki hefur heyrst eitt aukatekið orð frá Landlækni! Í öðrum siðuðum löndum hefur þetta lyf verið afar umdeilt og víðast hvar bannað.

20.07.06 @ 09:11
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Lýðræðisþáttakan hér mætti vera miklu meiri og almennari. Um það eru sem betur fer flestir sammála. Stóra spurningin er samt hvernig hægt er að efla vitund fólks fyrir því að nauðsynlegt sé að veita stjórnmálamönnum og fjölmiðlum aðhald. Það er auðvitað lang þægilegast að láta ríkið og ráðamennina sjá um allt, en þau þægindi geta orðið of dýru verði keypt.

20.07.06 @ 10:15
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Þetta er athyglisverður punktur hjá þér, Jón, um að FUKOB, Íslandsdeild Planned Parenthood, hafi tekið “að nota RU-486 að eigin frumkvæði án þess að spyrja kóng eða prest". Gerðist það með þeim hætti? Það vantar reyndar alfarið nokkra blaðaumfjöllun um það mál, það var talað um það á Stöð 2 og (minnir mig) í Speglinum á Rúvinu, en síðan var eins og það gufaði upp, engar fréttir af því, sem fram fór, í blöðunum þremur. En sá, sem talað var við í Stöð 2 (sá sami og var í Speglinum), var líkl. læknir, og ég hygg að þetta sé meira á vegum heilbrigðisráðuneytisins. Það þarf að fara vel í saumana á því máli, hvar það er statt, það gengur ekki að ákvarðanir um þetta séu hér á landi teknar í reykfylltum bakherbergjum óvina hinna ófæddu, eins og þeir þurfi engan að spyrja leyfis, á meðan um slík mál er fjallað í siðmenntuðum ríkjum heimsins um margra ára skeið með sérfræðiálitum, í opinberri umræðu með þátttöku almennings og lífsverndarfélaga og í þingnefndum og þingsölum, áður en nokkur formleg ákvörðun er tekin. Eða hafa þingmenn með þögninni einfaldlega tekið þá ákvörðun, að við búum hér í bananalýðveldi?

Málið virtist hefjast með brussugangi Guðrúnar Ögmundsdóttur, sem ruddist fram (m.a. í ‘frétt’ í Mbl.) til að tala um “þörfina” á þessum drápspillum, sem geta drepið mannsfóstur a.m.k. fyrstu sjö vikur meðgöngu (lengur jafnvel, hef ég séð í heimildum). En Guðrún situr í stjórn FUKOB og er annálaður öfgafemínisti m.m. Það liðu ekki margir mánuðir þar til allt virtist “klappað og klárt” : áhlaup hennar hafði sigrað allt kerfið!!! Það staðfestist með viðtölunum í Stöð 2 og sennilega Speglinum, sem ég nefndi. En hafi þetta gerzt, hefur það ekki verið án atbeina heilbrigðisráðherra, sem þá var trúlega enn Jón Kristjánsson. Sá maður hefur reynzt vita-gagnslaus í sambandi við þessi mál (ég ritaði honum bréf um “neyðargetnaðarvörnina", sem ég fekk aldrei svar við, og ekki hreyfði hann litla fingur gegn henni, jafnvel þótt ákvörðunin færi eingöngu fram hjá hans ráðuneyti og landlækni, þótt hvorugir hefðu neitt vald til þeirra hluta fram hjá löggjafarvaldinu).

Ég hygg það misskilning hjá þér, Jón Rafn, að landlæknir komi ekki nálægt þessu nýja RU-486-máli. En hann hefur hins vegar ekkert vald, ekki frekar en ráðherra, til að setja þá drápspillu í notkun hér á landi, það er algjörlega ljóst af lögunum frá 1975 og hegningarlögunum 1940 ásamt greinargerðum með þeim lögum. Við skulum beita okkur í því RU-486-máli með því að vekja athygli almennings á því og krefja ráðherra um að vinna í samræmi við lög, ekki andstætt þeim. En ef allir halda kjafti um þetta mál, lamaðir af vanþekkingu sinni og hugsunartregðu, enda vaðandi reyk og óvissu, þar sem stjórnkerfið hirðir ekkert um að upplýsa fólk um það sem fram fer, þ.e.a.s. hvar þar sé verið að makka, þá geta fósturdrápssinnar leikandi komizt upp með hvaða ódæðisverk gegn þeim ófæddu sem er.

En femínazisminn hefur átt hægt með að véla stjórnkerfið á Íslandi til ótrúlegra hluta án þess að nokkur einasti maður andmæli þar eða þori að greiða þeim mótatkvæði. Þvílíkt vesældarástand á lýðræðisríki !!!

20.07.06 @ 13:32
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Jón Rafn, þakka þér svo kærlega þennan pistil þinn. Þú ættir að setja hann líka í möppu þína um fóstureyðingar og vernd, jafnvel bæta einhverju við sjálfan titil greinarinnar, svo að sjáist skýrt, að hér er verið að fjalla um stofnfrumurannsóknir og RU-486.

20.07.06 @ 13:48
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Stofnfrumumálin voru tekin fyrir í Samfélaginu í nærmynd á RÚV 1 í gær. Sjá: http://dagskra.ruv.is/streaming/clip/?file=4262294. Þar er rætt við Svein Magnússon í Heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu og hann skýrir frá efni nýframkominna frumvarpsdraga. Í viðtalinu kemur m.a. fram að nú þegar er eytt um 100-200 umframfósturvísum hér á landi árlega.

25.07.06 @ 06:26
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Þeir eiga kannske eftir að heimila Actavis að hefja snyrtivöruframleiðslu úr þeim? Það væri svo sem í „takt“ við annað. Á máli „peningagræðginnar“ heitir þetta víst að treysta undirstöður þjóðarbúsins. Þjóð sem hikar ekki við að „afskræma“ náttúru landsins“ telur slíkt vafalaust æskilegra, heldur en að „eyða“ þessum frumuvísum myrtra barna.

25.07.06 @ 07:00