« Ég er góði hirðirinnJesús horfir á mig og ég horfi á hann »

20.03.06

  22:09:29, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 293 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur

Að skilja leyndardóma Guðs

Til er saga um tvo menn. Báðir voru andlega sinnaðir og miklir hugsuðir.
Dag einn gengu þeir meðfram sjávarströnd. Á göngunni ræddu þeir
leyndardóma Guðs. Hvor um sig var sannfærður um, að útskýringar hins á því hvað Guð þýddi fyrir hann, væru lélegar. Þeir fundu hugmyndum hvor annars um Guð, allt til foráttu.

Skyndilega gengu þeir fram á lítinn dreng sem var að leika sér í vatnsborðinu. Hann hafði grafið litla holu í sandinn og hljóp í sífellu niður að sjónum og dýfði leikfangafötunni sinni í vatnið og hljóp aftur upp ströndina til að hella vatninu í holuna. Þeir horfðu á hann nokkra stund þar sem hann hljóp fram og aftur og tæmdi og fyllti fötuna sína.

Þeim fannst þetta fyndið svo að þeir gengu til hans og spurðu hvað hann væri að gera. Drengurinn benti í átt að sjónum og sagði þeim alvarlega, að hann ætlaði að taka allt vatnið úr honum og hella því í holuna sem hann hafði grafið í sandinn. Mennirnir tveir brostu og héldu fram göngu sinni og ræddu áfram um Guð.

Skyndilega stansaði annar þeirra og sagði: "Veistu að rétt áðan fannst okkur það fyndið, þegar drengurinn sagði okkur frá því sem hann var að reyna að gera. En umræða okkar um Guð hefur verið alveg eins. Það er jafn ómögulegt fyrir okkur að skilja leyndardóma Guðs, eins og það er fyrir drenginn að hella öllu vatni sjávarins í þessa holu. Hugir okkar eru eins og þessi hola en veruleiki Guðs er eins stór og hafið."

No feedback yet