« Rómversk-kaþólska kirkjan er aðeins staðarkirkja VesturlandaMaría mey frá Guadalupe »

08.05.08

  21:35:37, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 245 orð  
Flokkur: Vegurinn, sannleikurinn og lífið

Að Guð sé einn í þrem persónum

Kafli úr bókinni VEGURINN, SANNLEIKURINN OG LÍFIÐ sem er trúfræðslurit um kaþólska trú (1981).

(8. k.)

"……… Samtímamenn Jesú úr hópi Gyðinga voru stoltir af eingyðistrú sinni, sem greindi þá frá öllum þjóðum. Þeir byggðu á þessari grundvallarsetningu í Gamla testamentinu: "Ég er Drottinn, Guð þinn. Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig" (2. Mós. 20, 1-3; Mark. 12, 29). Jesús leggur líka áherslu á að Guð sé einn. En hann víkkar og dýpkar þennan skilning á Guði, smám saman og af hinni ítrustu gætni, til þess að sá grunur falli ekki á hann að hann boði fleiri en einn Guð. Þannig er smám saman farið að tala um Föðurinn, Soninn og Heilagan Anda hvern við annars hlið, í sambandi við það að Jesús tók á sig mannlega mynd og síðar þar sem sagt er frá skírninni í Jórdan (Matt. 3, 13-17; Lúk. 1,32 og víðar). Þegar Jesús er risinn upp frá dauðum, tengir hann á ný saman öll þrjú heiti Guðs: "Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni Föðurins, Sonarins og hins Heilaga Anda" (Matt. 28, 18-19). Þannig lesum við víða í Heilagri Ritningu um hvorttveggja, aðgreiningu og einingu Föðurins, Sonarins og hins Heilaga Anda, svo að við getum með öryggi játað að Guð sé einn í þrem persónum (sjá Jóh. 16,28). ………"

No feedback yet