« Dauðamenning eða lífsmenning?Móðir Teresa frá Kalkútta: Fjölskylda sem biður saman mun ekki tvístrast »

12.03.06

  20:22:54, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 255 orð  
Flokkur: Ritningarlestur dagsins

Að forðast óbæn

Heilagt guðspjall Jesú Krists þann 13. mars er úr Lúkasarguðspjalli 6. 36-38

Verið miskunnsamir, eins og faðir yðar er miskunnsamur.
Dæmið ekki Dæmið ekki, og þér munuð eigi dæmdir verða. Sakfellið eigi, og þér munuð eigi sakfelldir verða. Sýknið, og þér munuð sýknaðir verða. Gefið, og yður mun gefið verða. Góður mælir, troðinn, skekinn, fleytifullur mun lagður í skaut yðar. Því með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður aftur mælt verða.

Að forðast óbæn
Sem vér fyrirgefum, kveður hann, skulderum órum, þeim er eigu skuldar að gjalda eða sakir að bæta. Sá verður ósmákvæmur við sín systkin að vera, er með lítilli yfirbót við sinn Föður fyr stórar sakir vill reiði af sér þiggja. Allar sakir eru smáar og fáar, þær er órir bræður gera við oss, við það að virða, er vér gerum við vorn almáttkan Föður. Hann skulum vér svo biðja: Fyrirgef svo þú oss syndir órar nú, er vér biðjum þig, sem vér fyrirgefum þeim, er við oss hafa misgert, þá er biðja oss. Þeim einum mönnum verður sjá bæn að forbæn (óbæn), er eigi vilja sakar gefa, þá er þeir eru beðnir lítillátlega og boðnar þeim yfirbætur. [1]

[1]. Hómilíubók, bls. 42-43.

No feedback yet