« Hvað myndir þú segja?Ljósið sem hún kveikti í lífi mínu logi ennþá »

02.04.06

  22:08:00, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 269 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur II

Að finna það bænaform sem hentar best

Til er falleg saga um biskup í trúboðslandi.

Þar sem þessi biskup var trúboði þurfti hann að ferðast mikið með skipi til að heimsækja hinar ýmsu sóknir. Dag einn, stöðvaði skipið hjá fjarlægri eyju. Biskupinn ákvað að nýta tímann vel og fór í land. Hann gekk eftir ströndinni og hitti þar þrjá fiskimenn, sem voru að hreinsa net sín. Þeir sögðu biskupinum að hundrað árum áður hefðu trúboðar kristnað eyjaskeggja og þess vegna spurði biskupinn þá hvort þeir gætu beðið Faðirvorið.

„Nei!“, sögðu þeir.

„Hvernig biðjið þið þá?“, spurði biskupinn.

„Þegar við biðjum, segjum við við Guð: „Við erum þrír, þú ert þrír, miskunna þú okkur.“

Biskupinn ákvað að þetta væri ekki nógu gott. Og þess vegna hóf hann að kenna þeim Faðirvorið. Þeir voru lengi að læra það en að lokum kunnu þeir það utanbókar.

Mánuðum seinna varð biskupinn að ferðast á ný til hinnar ýmsu sóknar, af því að hann var ennþá trúboði. Í þetta sinn kom skipið ekki við á eyju fiskimannanna þriggja. Biskupinn stóð uppi á þilfari og leit til eyjarinnar. Þá sá hann skyndilega hvar fiskimennirnir þrír komu gangandi á sjónum, í átt að skipinu. Biskupinn trúði varla sínum eigin augum. Það gerði skipsstjórinn ekki heldur og stöðvaði skipið.“

„Biskup“, sögðu fiskimennirnir þrír; „Við sáum að skip þitt sigldi hjá og flýttum okkur til að biðja þig um svolítið. „Við höfum gleymt Faðirvorinu, getur þú kennt okkur það aftur.“

En í stað þess, að kenna þeim bænina aftur, svaraði biskupinn:

„Farið aftur heim kæru vinir og í hvert sinn sem þið biðjið skuluð þið segja: „Við erum þrír, þú ert þrír, miskunna þú okkur.

No feedback yet