« Sænski biskupinn Anders Arborelius OCD skipaður kardínáliJesúmynd birtist í Ingólfsfjalli »

21.08.17

  18:03:00, Skrásetjari: Ragnar Geir Brynjólfsson   , 247 orð  
Flokkur: Kaþólska kirkjan á Íslandi, Trúin og menningin

Að byrja með bæn

Við eigum að byrja mikilvæg verk með bæn og matmálstímana með borðbæn. Einnig í vinnu, skóla eða veitingastað því að byrjun með Guði er góð byrjun. Þetta kemur fram í nýju hirðisbréfi Davíðs biskups sem birtist í ágúst-sept. tölublaði Kaþólska kirkjublaðsins sem hægt er að ná í á eftirfarandi vefslóð [1].

"Það er eitt sem við gleymum stundum og því er nauðsynlegt að við minnum okkur á það enn og aftur. Við þurfum að læra aftur að byrja hvern dag með bæn, því að byrjun með Guði er góð byrjun. Við eigum að byrja matmálstímana með borðbæn og gera það líka opinberlega, svo sem í matsalnum, í skólanum, á veitingastaðnum eða í vinnunni, því að byrjun með Guði er góð byrjun. Alltaf þegar við byrjum mikilvægt verk er nauðsynlegt að við biðjum Guð um hjálp, því að byrjun með Guði er góð byrjun. Allir góðir nemendur vita að áður en þeir taka próf eiga þeir að biðja Heilagan Anda um hjálp, því að byrjun með Guði er góð byrjun. Við öll, sem ökum bifreiðum, vitum að það er bæði gott og gagnlegt að biðja Guð um hjálp og vernd áður en lagt er af stað, því að byrjun með Guði er góð byrjun. Sumir segja kannski: „Við erum ekki vön að gera þetta, þetta er ekki hluti af menningu okkar.“ Það er ekki mikið vandamál, við getum þá bara byrjað á þessu í dag, því að byrjun með Guði er góð byrjun."

Kaþólska kirkjublaðið 27. árg. 8-9 tbl. bls. 1: https://drive.google.com/file/d/0B841NUGcQ8lAS3h4c1ZaY1FiN0QxbDgwaTN6RWxHOGdxS2M4/view

3 athugasemdir

Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Vel mælt hjá Davíð biskupi, þakkir séu honum fyrir að minna á þetta og benda okkur veginn fram, hann gerir þetta bæði eðlilegt og sjálfsagt, eins og það líka er fyrir börn Guðs, eins og við öll erum: sköpuð af honum og til samfélags við hann.

22.08.17 @ 01:02
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Sæll Jón og takk fyrir innlitið. Já þetta er þörf og góð áminning hjá Davíð biskupi. Ég kýs samt að láta bera lítið á borðbænum mínum á opinberum stöðum svo sem í matsalnum í vinnunni og hef þá í huga Mt. 6:5-6. Það er hægt að signa sig og biðja svo lítið beri á.

Öðru máli gegnir á samkomum þar sem kaþólskir koma saman, svo sem í veislum Íslendinga sem upprunnir eru á Filippseyjum. Hjá þeim er siður að blessa matinn opinberlega áður en borðhaldið hefst og hef ég oft verið beðinn um að leiða borðbænina, sem geri með ánægju. Þá standa allir upp, hlýða á bænina lesna og signa sig á eftir. Eftir það hefst borðhaldið.

02.09.17 @ 17:47
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Þetta er alveg rétta viðhorfið, Ragnar. Vel lýstirðu þessu, og gott er að mega lofa Guð upphátt í söfnuði trúaðra.

09.09.17 @ 11:39