« Föstudagurinn langiTrúboðssunnudagur »

20.03.08

  09:28:33, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 493 orð  
Flokkur: Dæmisögur og sögur

Abba Móse var að rjúfa föstuna

Á fyrstu öldum kristninnar sneru þúsundir manna baki við heiminum og fóru út í eyðimörkina til að vera nær Guði. Þeir vildu helga líf sitt Guði, elska hann og þjóna honum. Í eyðimörkinni lifðu þeir mjög einföldu lífi. Þeir föstuðu oft og báðust fyrir. Þeir höfðu reglur til að koma á skipulagi og aga í lífi sínu. Við getum fundið ljóslífandi dæmi um þetta í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði.

Nú á meðal þessa fólks var munkur sem var kallaður Abba Móse. Hann hafði mikið orð á sér fyrir heilagleika. Það gerðist einu sinni að munkarnir sem bjuggu á sama svæði og Abba Móse, ákváðu að þeir skyldu allir fasta viku fyrir páska til þess að ………

……… sýna ást sína á Guði.

Daginn eftir, komu tveir flökkumunkar í heimsókn til Abba Móse. Þeir voru mjög svangir svo að Abba Móse kveikti eld og bjó til mat handa þeim. Síðan settist hann niður og borðaði með þeim.

Á meðan, höfðu hinir munkarnir séð reykinn frá eldi Abba Móse og þeir vissu að það gat þýtt eitt: Abba Móse var að búa til mat og var þess vegna að rjúfa föstuna í hinni hátíðlegu og heilögu viku. Þeir urðu miður sín. Þeir gátu ekki trúað þessu. Hinn mikli Abba Móse var að brjóta reglunar. Hvílík vonbrigði!

Svo munkarnir fóru allir saman til að tala við Abba Móse. Hann kom út úr klefa sínum og mætti þeim.

„Hvað er að?“ spurði hann.

„Hvers vegna hefur þú rofið hina hátíðlegu föstu?“ spurðu þeir.

„Já, það er satt, ég hef rofið hina hátíðlegu föstuna. Ég hef brotið boðorð manna með því að gefa þessum tveimur bræðrum okkar mat, til þess að halda boðorð Guðs. Því Jesús hefur sagt okkur að elska hver annan. Haldið þið ekki að Jesús hefði gert það sama í þessum kringumstæðum? Borðaði hann ekki með syndurum, jafnvel þó að trúarleiðtogar á hans dögum væru hneykslaðir og sökuðu hann um græðgi? Munið, að hin miklu boðorð Guðs eru tvö en ekki eitt. Kristur sagði að við ættum að elska náunga okkar eins og okkur sjálfa. Við komum ekki í eyðimörkina til að fara burt frá fólkinu og vera einir með Guði. Við komum í eyðimörkina til að finna og elska fólkið vegna ástar okkar á Guði.“

Munkarnir hlustuðu á það sem Abba Móse sagði. Þeir vissu að hann hafði rétt fyrir sér svo þeir fóru í burtu auðmjúkari en vitari.

No feedback yet