« Giftir ins Helga AndaMaður skyldi frá manni getast »

11.03.06

  08:39:10, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 285 orð  
Flokkur: Erlendar fréttir

Á Spáni eru faðir og móðir orðin að „Sæðisgjafi A og B“

VALENCIA, Spáni, 10. mars 2006 (Zenit.org).- Erkibiskupinn í Valencia lýsti breytingu þeirri sem gerð hefur verið á þjóðskrá hagstofunnar þar sem orðin „sæðisgjafi A“ og „sæðisgjafi B“ koma í stað „föður“ og „móður“ sem afkáraskap.

Í hriðisbréfi sínu í síðustu viku komst Agustín García Gasco erkibiskup svo að orði, „að þeir sem róa að því öllum árum að afmá öll fjölskyldugildi og vilja afmá öll ummerki um orðin „faðir“ og „móðir,“ fletti þannig ofan af þeirri hugmyndafræði sinni að tortíma fjölskyldunni og þar með sjálfu þjóðfélaginu.“

Spænsk lög [sósíalistastjórnarinnar] heimila samvist samkynhneigðra og erfðarétt.

Þannig birtu Stjórnartíðindin samkvæmt tilskipun frá Dómsmálaráðuneytinu ný ákvæði hvað áhrærir fjölskylduskráningu þar sem orðin „sæðisgjafi A“ og „sæðisgjafi B“ koma í stað orðanna „faðir“ og móðir“ samkvæmt fréttum Avan fréttastofunnar.

Að sögn García Gasco erkibiskups „hljómar spænsk löggjöf sífellt meira sem afstaða sértrúarhóps í róttækni sinni með hverjum deginum sem líður.“

Í hirðisbréfi sínu hvetur hann fjölskyldufólk til að „rjúfa þagnarmúrinn“ sökum þess „að það sé ekki nægilegt lengur að hlæja vegna afkáraháttar sjónarmiða sem eru fjölskyldunni fjandsamleg.“

Hann hvetur hina trúuðu til að líta á væntanlegan fund „World Meeting of Families“ í Valencia sem „tækifæri fyrir fjölskyldur um allan heim til að lýsa yfir samstöðu sinni.“

ZE06031021/JRJ

4 athugasemdir

Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Það má kannski flokka þetta sem áhrif frá ágengri tækni- og framfarahyggju að umbylta málinu á þennan hátt. Minnir á “Newspeak” í skáldsögu George Orwell, 1984. Hið nýja umbylta tungumál. Hætt er við að slík menningarbylting leiði einhverja í ógöngur þegar til lengdar lætur. Minnumst orða páfa frá því um jólin:

Á síðasta árþúsundi og sérstaklega á síðustu öldum hafa gífurlegar framfarir orðið á sviði tækni og vísinda. Í dag er aðgangur greiður að miklum efnislegum gæðum. En karlar og konur þessarar tæknialdar eiga á hættu að verða fórnarlömb eigin vitsmunalegu og tæknilegu afreka og enda í andlegri auðn með tómleika í hjarta. Þess vegna er svo mikilvægt að opna huga og hjarta fyrir fæðingu Krists, þessum hjálpræðisatburði sem getur gefið hverri mannveru nýja von.“

[Sjá tengil]

11.03.06 @ 15:10
Athugasemd from: Ragnar Geir Brynjólfsson

Athugum hvað Wikipedia segir um Newspeak:

Newspeak is closely based on English but has a greatly reduced and simplified vocabulary and grammar. This suited the totalitarian regime of the Party, whose aim was to make subversive thought ("thoughtcrime") and speech impossible.

[Sjá tengil]
Það ætti einmitt að vera í þágu þess að tryggja pólitíska rétthugsun að umbylta texta á þennan hátt. Í skáldsögunni átti Newspeak að vera búið að yfirtaka hefðbundna ensku “Oldspeak” árið 2050!! Einstaklega kaldhæðnislegt líka og rós í hnappagat Orwell að það skuli einmitt vera þessi róttæka sósíalistastjórn sem kemur þessu á.

11.03.06 @ 15:24
Athugasemd from: Jón Rafn Jóhannsson
Jón Rafn Jóhannsson

Já sammála þessu Ragnar. Kynslóð hinna stóru lýsingarorða hefur gleymt merkingu hreyfisagna, eða vill ekki vita af henni. En merkilegt er að sjá hvernig sóslilistarnir falla sífellt aftur í þá gröf sem þeir hafa grafið sjálfum sér. Mannagreyin eru viti sínu fjær. Þannig byrjaði Pol Pot á því að sundra fjölskyldum því að flokkurinn átti að verða að „pabba-mömmu.“ Börn í Sovétinu voru hvött til að ljóstra upp um foreldra sína til að senda þá síðan í gúlögin.

11.03.06 @ 15:25
Athugasemd from: Jon Valur Jensson

Einnig er talað um ‘eulogism’ á ensku (fagurmæli, skrautyrði) um hliðstæð fyrirbæri. Félög eins og LIFE og SPUC í Englandi hafa t.d. bent á, hvernig fósturdeyðingar-atvinnuvegurinn þar í landi hefur tekið upp slík faguryrði um fósturdráp, kallað það ‘termination of pregnancy’ og ‘terminating the pregnancy’ (að binda enda á þungun), þegar í raun væri rétt að tala um ‘the extermination of the fetus / the unborn’. Og viti menn, yfirmaður okkar eigin fóstureyðingariðju, dr. Reynir Tómas Geirsson, þurfti svo að vega í sama knérunn fyrir fáeinum misserum og stinga upp á því, að hætt yrði að nota orðið fóstureyðing og þetta nefnt í staðinn þungunarrrof !!!

12.03.06 @ 22:49