« Heilög Gianna Beretta Molla (1922-1962)Hátíð hinnar guðlegu miskunnar »

25.03.08

  17:56:53, Skrásetjari: Sr. Denis O'Leary   , 332 orð  
Flokkur: Lífsvernd

"Á ég að gæta bróður míns?”

Kafli úr Evangelium Vitae

8 ……… Við rætur hvers ofbeldisverks gegn náunganum er eftirlátssemi gagnvart “hugsun” hins illa, hans sem var “manndrápari frá upphafi” (Jh 8:44). Eða eins og Jóhannes postuli minnir okkur á: “Því að þetta er sá boðskapur sem þér hafið heyrt frá upphafi: Vér eigum að elska hver annan. Ekki vera eins og Kain, sem heyrði hinum vonda til og myrti bróður sinn” (1Jh 3:11-12). Dráp Kains á bróður sínum við sjálfa dögun sögunnar er þannig dapur vitnisburður um hvernig hið illa breiðist út með ótrúlegum hraða: í kjölfar uppreisnar mannsins gegn Guði í hinni jarðnesku paradís kemur hinn banvæni hildarleikur manns gegn manni.

Eftir glæpinn skerst Guð í leikinn til að hefna hans sem var drepinn. Í stað þess að sýna iðrun og biðjast fyrirgefningar frammi fyrir Guði sem spyr hann um afdrif Abels er Kain hrokafullur og sneiðir hjá spurningunni: “Það veit ég ekki. Á ég að gæta bróður míns?” (1M 4:9) “Það veit ég ekki”: Kain reynir að fela glæp sinn með lygi. Þetta var og er enn tilfellið þegar alls kyns hugmyndafræði reynir að réttlæta og leyna grimmilegustu glæpum gegn mannlegum sálum. “Á ég að gæta bróður míns?” Kain kýs að hugsa ekki um bróður sinn og neitar að taka á sig þá ábyrgð sem hver og einn hefur gagnvart öðrum. Við getum ekki annað en leitt hugann að þeirri tilhneigingu í dag að fólk skuli hafna því að taka á sig ábyrgð vegna bræðra sinna og systra. Einkenni í þessa átt felur í sér skort á samstöðu með veikustu meðlimum þjóðfélagsins – svo sem hinum öldruðu, hinum vanburða, innflytjendum og börnum – og tómlætið sem iðulega má finna í samskiptum milli þjóða heims jafnvel þegar grundvallargildi eins og sjálfsbjargarviðleitni, frelsi og frið er um að tefla.

No feedback yet