« Ritningarlesturinn 19. október 20068. Helstu þættir guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú. »

18.10.06

  10:22:13, Skrásetjari: Jón Rafn Jóhannsson, 545 orð  
Flokkur: Hið Alhelga Hjarta Jesú

9. Litanía hins Alhelga Hjarta Jesú

9. Alhelga Hjarta

Meðal þeirra fjölmörgu bæna sem samofnar er guðrækni hins Alhelga Hjarta Jesú er Litanían meðal þeirra þekktustu. Upphaflega var það faðir Jean Croiset S. J. sem samdi hana árið 1691. Í apríl 1899 gerði Stjórnardeild trúfræðikenninga örlítla breytingu á henni sem Leó páfi XIII samþykkti síðan.
Eins og gegnir um hina upphaflegu Litaníu Croisets er sú þeirra sem páfi samþykkti skipt í 33 áköll sem samsvara hinum 33 árum sem Drottinn lifði á jörðinni. Skipta má þessum 33 áköllum þannig:
Jesús eins og hann er í sjálfum sér sem sannur Guð
og Mannssonurinn (7).
Hvað hann er fyrir okkur (15 áköll).
Hvað hann þjáðist fyrir okkur (5 áköll).
Hvað hann verðskuldaði fyrir okkar hönd (6 áköll)

Lítanía hins Alhelga Hjarta Jesú

Drottinn, miskunna þú oss.
Kristur, miskunna þú oss.
Drottinn, miskunna þú oss.
Kristur, heyr þú oss.
Kristur, bænheyr þú oss.

Guð Faðir í himnaríki * miskunna þú oss.
Guð Sonur, Lausnari heimsins *
Guð Heilagur Andi *
Alhelg Þrenning, einn Guð *
Hjarta Jesú, Sonar Föðursins eilífa *
Hjarta Jesú, gert í skauti Meymóðurinnar af Heilögum Anda *
Hjarta Jesú, innilega sameinað eilífu Orði Guðs *
Hjarta Jesú, óendanlega dýrðlegt *
Hjarta Jesú, heilagt musteri Guðs *
Hjarta Jesú, tjaldbúð hins hæsta Guðs *
Hjarta Jesú, Guðs hús og himinshlið *
Hjarta Jesú, logandi arin kærleikans *
Hjarta Jesú, hæli réttlætis og kærleika *
Hjarta Jesú, fullt gæsku og kærleika *

Hjarta Jesú, ómælisdjúp allra dyggða *
Hjarta Jesú, allrar lofgerðar maklegt *
Hjarta Jesú, konungur og miðja allra hjartna *
Hjarta Jesú, sem geymir alla fjársjóðu visku og fræða *
Hjarta Jesú, þar sem fylling Guðdómsins býr *
Hjarta Jesú, sem Faðirinn hefur velþóknun á *

Hjarta Jesú, sem hefur veitt oss hlut í gnægð
þinni *
Hjarta Jesú, þrá eilífra hæða *
Hjarta Jesú, þolgott og miskunnarríkt *
Hjarta Jesú, örlátt við alla, sem ákalla þig *
Hjarta Jesú, uppspretta lífs of helgi *
Hjarta Jesú, friðþæging synda vorra *
Hjarta Jesú, háðungum satt *

Hjarta Jesú, sundurkramið sakir misgerða vorra *
Hjarta Jesú, hlýðið til dauðans *
Hjarta Jesú, geiri gegnumstungið *
Hjarta Jesú, lind allrar huggunar *
Hjarta Jesú, líf vort og upprisa *
Hjarta Jesú, friður vor og sátt *
Hjarta Jesú, friðþægingarfórn syndugra *
Hjarta Jesú, hjálpræði þeirra, sem treysta þér *

Hjarta Jesú, von þeirra sem deyja í þér *
Hjarta Jesú, unaðssemd allra heilagra *

Guðs lamb, sem ber burt heimsins syndir,
væg þú oss, Drottinn.

Guðs lamb, sem ber burt heimsins syndir, bænheyr þú oss, Drottinn.

Guðs lamb, sem ber burt heimsins syndir, miskunna þú oss, Drottinn.

Jesús, hógvær og lítillátur af hjarta, ger þú hjarta vort líkt þínu hjarta.

Almáttugi, eilífi Guð, lít þú hjarta þíns elskulega Sonar og þá vegsemd og friðþægingu, sem hann flytur þér í nafni syndugra og fyrirgef þú af gæsku þinni öllum, sem beiðast líknar þinnar í nafni Sonar þíns, Jesús Krists, sem lifir og ríkir með þér í einingu Heilags Anda, Guð um aldir alda. Amen.

Næst: 10. Níudagabæn (novena) hins Alhelga Hjarta Jesú.

No feedback yet