« Guðs lýður, krossins tak þú tré | Brot af sögubroti » |
Öxi´ og jörðu eftirlátið
eldrautt þá var blóð.
Minningu um merka feðga
man vor frjálsa þjóð.
Biskupi var kær sín kirkja,
kær sem land og trú.
Fann í vanda frelsi Íslands
frelsishetja sú.
Ártíð þessi á oss minnir
afbrot framið mest.
Iðrun synda, sátt og mildi
sakir læknar best.
Þar er hjálpin þörfin mikla,
þá sem einnig nú.
Lifir kristin kirkja fyrir
kærleik, von og trú.
Þetta eru 2. og lokaerindið (4.) í ljóðinu 7. nóvember 1550 eftir herra Pétur Sigurgeirsson. Það birtist upphaflega í Lesbók Morgunblaðsins 4. nóvember 2000, á kristnihátíðarárinu. Pétur heitinn biskup var norðanmaður eins og Jón biskup Arason, blessaðrar minningar.
Síðustu athugasemdir